Umhverfisráðuneyti

564/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 586/2002 um efni sem eyða ósonlaginu. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. orðast svo:
Bráðanotkun halón 1301 er heimil í slökkvikerfum í eftirfarandi tilvikum:

a. í loftförum til að verja áhafnarklefa, hreyfilshús, lestarrými og þurrrými og til varnar eldsneytistönkum,
b. til að verja mannað rými og vélarrými í flutningaskipum sem eru eldri en frá árinu 2001 og flytja eldfima vökva og/eða lofttegundir,
c. til að verja mannað rými í fjarskipta- og stjórnunarstöðvum hers eða annarra sem skipta sköpum fyrir þjóðaröryggi, og eru eldri en frá árinu 2001,
d. til að verja mannað rými og vélarrými í herökutækjum og herskipum.

Bráðanotkun halón 1211 er heimil í eftirfarandi tilvikum:

a. í handslökkvitækjum og föstum slökkvibúnaði fyrir vélar til nota um borð í loftförum,
b. í slökkvitækjum, sem slökkvilið notar við frumslökkvistarf ef það skiptir sköpum fyrir öryggi manna,
c. í slökkvitækjum hersins sem notuð eru á fólk,
d. til að verja mannað rými og vélarrými í herökutækjum og herskipum.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og 4. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnar EB 2003/160/EB, sem vísað er til í tl. 21aa III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2004, þann 24. apríl 2004.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 6. júní 2005.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica