Umhverfisráðuneyti

837/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 748/2003 um snyrtivörur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, 11. viðauki, sbr. fylgiskjal I.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:

Færsla fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 450 breytist, sbr. fylgiskjal II.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka A:

a)

Textinn ásamt meðfylgjandi tákni í 11. viðauka færist í dálk f) fyrir færslur með eftirfarandi EB-nr. og kemur í stað setningarinnar "Getur valdið ofnæmi" þar sem hún kemur fyrir: 8, 8a, 9, 9a, 16, 22 (undir a-lið) og 193 (undir a-lið), 202 (undir a-lið), 203 (undir a-lið), 205 (undir a-lið) og 208.

b)

Í dálki f) í færslum fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 26 til 43, 47 og 56 fellur eftirfarandi texti brott:



"Fyrir tannkrem sem inniheldur 0,1 til 0,15% flúoríð, nema það sé nú þegar merkt með þeim hætti að gefið er til kynna að það sé ekki ætlað börnum (t.d. "aðeins fyrir fullorðna"), skal eftirfarandi texti koma fram á umbúðum:

"Börn 6 ára og yngri: Notið þann skammt af tannkremi sem samsvarar nöglinni á litlafingri barnsins til að lágmarka gleypingu. Önnur inntaka flúors skal vera í samráði við tannlækni eða lækni.""

Eftirfarandi texti kemur í staðinn:

Fyrir tannkrem sem inniheldur 0,1 til 0,15% flúorsambönd, nema það sé nú þegar merkt með þeim hætti að gefið er til kynna að það sé ekki ætlað börnum (t.d. "aðeins fyrir fullorðna"), skal eftirfarandi texti koma fram á umbúðum:

"Börn 6 ára og yngri: Notið þann skammt af tannkremi sem samsvarar nöglinni á litlafingri barnsins til að sem minnstu sé kyngt. Önnur inntaka flúors skal vera í samráði við tannlækni eða lækni."

c)

Ný efni með EB-tilvísunarnúmer 8a, 9a, 151a og 206-209 bætast við viðaukann, sbr. fylgiskjal III.

d)

Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 8, 9, 14 og 130 breytast, sbr. fylgiskjal IV.



4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka B:

a)

Textinn ásamt meðfylgjandi tákni, í 11. viðauka, færist í dálk f) fyrir færslur með eftirfarandi EB-nr. og kemur í stað setningarinnar "Getur valdið ofnæmi", þar sem hún kemur fyrir: 3 (undir a- og b-lið), 4-6, 10-11 (undir a-lið), 12, 16 (undir a-lið), 19-22, 25-26, 27 (undir a- og b-lið), 31 (undir a-lið), 32-39, 44, 48 (undir a- og b-lið), 49-50 (undir a-lið), 55 (undir a-lið) og 56 (undir a- og b-lið).

b)

b-liður í færslum 10-11 og 16 í dálki f) fellur brott.

c)

Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 26 og 29 falla brott.



5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. viðauka:

a)

Nýtt efni með EB-tilvísunarnúmer 58 bætist við viðaukann, sbr. fylgiskjal V.



6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:

a)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/129/EB frá 9. október 2009 um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í tl. 1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2010, þann 30. apríl 2010.

b)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/130/EB frá 12. október 2009 um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í tl. 1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2010, þann 30. apríl 2010.

c)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/134/EB frá 28. október 2009 um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, um snyrtivörur, í því skyni að aðlaga III. viðauka við hana að tækniframförum, sem vísað er til í tl. 1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/2010, þann 30. apríl 2010.

d)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/164/EB frá 22. desember 2009 um breytingu, í því skyni að aðlaga að tækniframförum, II. og III. viðauka við tilskipun ráðsins 76/768/EBE um snyrtivörur, sem vísað er til í tl. 1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2010, þann 2. júlí 2010.

e)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/3/ESB frá 1. febrúar 2010 um breytingu, í því skyni að aðlaga að tækniframförum, III. og VI. viðauka við tilskipun ráðsins 76/768/EBE um snyrtivörur.

f)

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/4/ESB frá 8. febrúar 2010 um breytingu, í því skyni að aðlaga að tækniframförum, III. viðauka við tilskipun ráðsins 76/768/EBE um snyrtivörur.



Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 15. október 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica