Innanríkisráðuneyti

1125/2014

Reglugerð um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að koma á frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta. Frammistöðukerfið skal stuðla að sjálfbærri þróun flugsamgöngu­kerfisins með því að bæta heildarskilvirkni flugleiðsöguþjónustu á meginsviðum frammistöðu, þ.e. öryggis, umhverfis, afkastagetu og kostnaðarhagkvæmni.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI) þar sem aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eru ábyrg fyrir því að veita flugumferðarþjónustu.

3. gr.

Lögbært yfirvald.

Hið lögbæra yfirvald samkvæmt reglugerð þessari er Samgöngustofa sem sér um eftirlit með framkvæmd hennar.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 691/2010 frá 29. júlí 2010 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005 um sameiginlegar kröfur vegna veitingar þjónustu á sviði flugleiðsögu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 370.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1216/2011 frá 24. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 691/2010 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 229 frá 13. desember 2013, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 392.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 677/2011 frá 7. júlí 2011 um nákvæmar reglur fyrir innleiðingu á netaðgerðum rekstrarstjórnunar flugumferðar og um breytingar á reglugerð nr. 691/2010, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 135/2014 frá 27. júní 2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 523.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015.

Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica