Sjávarútvegsráðuneyti

568/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 439, 16. maí 2007, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007. - Brottfallin

1. gr.

Við c-lið 1. gr. bætast eftirfarandi málsliðir:

Þetta skilyrði á þó ekki við ef einstaklingur eða lögaðili gera út fiskiskip frá fleiri en einu byggðarlagi. Í þeim tilvikum er heimilt að úthluta aflaheimildum byggðarlaga til fiskiskipa, sem uppfylla skilyrði a- og b-liðar og eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í öðru byggðarlagi þar sem þeir stunda einnig útgerð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda fyrir fiskveiðiárið 2006-2007.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 25. júní 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica