Sjávarútvegsráðuneyti

299/1975

Reglugerð um fiskveiðilandhelgi Íslands - Brottfallin

1. gr.

Fiskveiðilandhelgi Íslands skal afmörkuð 200 sjómílum utan við grunnlínu, sem dregin er milli eftirtalinna staða:
1. Horn .................................... 66°27'4 n.br., 22°24'3 v.lg.
2. Ásbúðarrif ............................ 66°08'1 - 20°11'0 -
3. Siglunes ............................... 66°11'9 - 18°49'9 -
4. Flatey .................................. 66°10'3 - 17°50'3 -
5. Lágey.................................... 66°17'8 - 17°06'8 -
6. Rauðinúpur ........................... 66°30'7 - 16°32'4 -
7. Rifstangi................................ 66°32'3 - 16°11'8 -
8. Hraunhafnartangi ................... 66°32'2 - 16°01'5 -
9. Langanes .............................. 66°22'7 - 14°31'9 -
10. Glettinganes ........................ 65°30'5 - 13°36'3 -
11. Norðfjarðarhorn ................... 65°10'0 - 13°30'8 -
12. Gerpir ................................. 65°04'7 - 13°29'6 -
13. Hólmur ................................ 64°58'9 - 13°30'6 -
14. Setusker .............................. 64°57'7 - 13°31'5 -
15. Þursasker ............................. 64°54'1 - 13°36'8 -
16. Ystiboði ................................ 64°35'2 - 14°01'5 -
17. Selsker................................. 64°32'8 - 14°17'0 -
18. Hvítingar .............................. 64°23'9 - 14°28'0 -
19. Stokksnes ............................ 64°14'1 - 14°58'4 -
20. Hrollaugseyjar....................... 64°01'7 - 15°58'7 -
21. Tvísker ................................ 63°55'7 - 16°11'3 -
22. Ingólfshöfði .......................... 63°47'8 - 16°38'5 -
23. Hvalsíki ................................ 63°44'1 - 17°33'5 -
24. Meðallandssandur I ... ........... 63°32'4 - 17°55'6 -
25. Meðallandssandur II .............. 63°30'6 - 17°59'9 -
26. Mýrnatangi ........................... 63°27'4 - 18°11'8 -
27. Kötlutangi ............................. 63°23'4 - 18°42'8 -
28. 2I,undadrangur ..................... 63°23'5 - 19°07'5 -
29. Surtsey ................................ 63°17'6 - 20°36'3 -
30. Eldeyjardrangur .................... 63°43'8 - 22°59'4 -
31. Geirfugladrangur ................... 63°40'7 - 23°17'1 -
32. Skálasnagi ............................ 64°51'3 - 24°02'5 -
33. Bjargtangar .......................... 65°30'2 - 24°32'1 -
34. Kópanes ............................... 65°48'4 - 24°06'0 -
35. Barði .................................... 66°03'7 - 23°47'4 -
36. Straumnes ............................ 66°25'7 - 23°08'4 -
37. Kögur ................................... 66°28'3 - 22°55'5 -
38. Horn ..................................... 66°27'9 - 22°28'2 -

Auk þess skulu dregnar markalinur í kringum eftirfarandi staði 200 sjómílur frá þeim:
39. Kolbeinsey ............................. 67°08'8 n.br., 18°40'6 v.lg.
40. Hvalbakur .............................. 64°35'8 - 13°16'6 -
41. Grímsey frá ystu annesjum og skerjum hennar.

Hver sjómíla reiknast 1852 metrar.
Þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunnlína Færeyja og Grænlands annars vegar og Íslands hins vegar, skal fiskveiðilandhelgi Íslands afmarkast of miðlínu. Þá skal reglugerð þessari ekki framfylgt að svo stöddu eða þar til annað verður ákveðið, utan miðlínu milli grunnlína Jan Mayen annars vegar og Íslands hins vegar.

2. gr.

Í fiskveiðilandhelginni skulu erlendum skipum bannaðar allar veiðar samkvæmt ákvæðum laga nr. 33 19. júní 1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi.

 
3. gr.

Íslenskum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót eru bannaðar veiðar innan fiskveiðilandhelginnar í eftirgreindum svæðum og tíma:
1. Fyrir Norðausturlandi á tímabilinu 1. apríl til 1. júní á svæði, er takmarkast að vestan af linu, sem dregin er réttvísandi i norður frá Rifstanga (grunnlínupunktur 7) og að austan of línu, sem dregin er réttvísandi í norðaustur af Langanesi (grunnlínupunktur 9) og að norðan (utan) af línu, sem dregin er 50 sjómílur utan við grunnlínu.
2. Allt árið innan markalínu, sent dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá Kolbeinsey (67°08'8 n.br., 18°40'6 v.lg.).
Þá eru íslenskum skipum bannaðar altar veiðar í eftirgreindum svæðum og tíma:
1. Fyrir Suðurlandi á tímabilinu 20. mars til 1. maí á svæði, sem afmarkast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra staða:
a) 63°32'0 n.br., 21°25'0 v.lg.
b) 63°00'0 - 21°25'0 -
c) 63°00'0 - 22°00'0 -
d) 63°32'0 - 22°00'0 -
2. Fyrir Vestfjörðum á svæði, sem takmarkast að vestan af línu réttvísandi 340° frá punkti 66°57 n.br. og 23°36 v.lg. og að austan af línu réttvísandi 0° frú punkti 67°01' n.br. og 22°24' v.lg. Að sunnan er dregin lína milli hinna greindu punkta og að norðan takmarkast svæðið af línu, sem dregin er 50 sjómílur utan við grunnlinu.
Sjávarútvegsráðuneytið mun ákvarða allar þær reglur, sent nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðunum í fiskveiðilandhelgi Íslands. Ráðstafanir verða gerðar að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar og Fiskifélags Íslands.
Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða- og smáfiskadráp í þeim mæli, að varhugavert eða hættulegt getur talist, og mun þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sporna við því. Mun ráðuneytið með tilkynningu loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tíma fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknarstofnunarinnar liggja fyrir, áður en slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir er úr gildi numdar.
Kort sem sýnir landhelgina
Að öðru leyti skal íslenskum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelginnar, samkvæmt ákvæðum laga nr. 102 27, desember 1973, um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnet í fiskveiðilandhelginni, eða sérstökum ákvæðum, sem sett verða fyrir gildistöku í reglugerðar þessar.

4. gr.

Botnvörpuskip skulu hafa öll veiðarfæri í búlka innanborðs, þannig að toghlerar séu í festingum og botnvörpur bundnar upp, þegar þau eru stödd á svæðum, sem þeim er óheimilt að veiða á.

 
5. gr.

Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi Íslands á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum nr. 55 27. júní 1941, um afla- og útgerðarskýrslur.
Nú telur sjávarútvegsráðuneytið, að um ofveiði verði að ræða, og getur það þá takmarkað fjölda veiðiskipa og hámarkafla hvers einstaks skips.

 
6. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 102 27. desember 1973, um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni, laga nr. 33 19. júní 1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi, með siðari breytingum, eða ef um er að ræða brot , sem ekki fellur undir framangreind lög, sektum frá kr. 10.000.00 til kr. 1.000.000.00.

 
7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sbr. lög nr. 45 13. maí 1971, og fellur með gildis-töku hennar úr gildi reglugerð nr. 189 14. júlí 1972, um fiskveiðilandhelgi Íslands og reglugerð nr. 362 4. desember 1973, um breyting á þeirri reglugerð.

 
8. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi 15. október 1975.

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 15. júlí 1975

Matthías Bjarnason
Jón L. Arnalds.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica