Sjávarútvegsráðuneyti

703/2004

Reglugerð um afnám reglugerða um svæðisbundin veiðibönn við síldveiðar.

1. gr.

Með reglugerð þessari eru felldar úr gildi eftirgreindar reglugerðir:
Reglugerð nr. 710, 1. október 2003, um bann við síldveiðum með vörpu og reglugerð nr. 882, 25. nóvember 2003, um bann við síldveiðum í hringnót við Austurland og í Jökuldýpi.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 1. september 2004.


Sjávarútvegsáðuneytinu, 18. ágúst 2004.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica