Sjávarútvegsráðuneyti

515/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 238, 4. apríl 2003, um eldi nytjastofna sjávar með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 1. mgr. 1. gr. bætist eftirfarandi málsliður:
V. kafli reglugerðarinnar gildir þó um slátrun alls eldisfisks.


2. gr.

4. mgr. 3. gr. orðist svo:
Fiskistofu er heimilt að óska eftir frekari gögnum en hér eru tilgreind, s.s. upplýsingum um stofn kynbætts og/eða erfðabreytts eldisfisks. Ef fiskur af viðkomandi tegund eða stofni hefur ekki verið í eldi áður í stöðinni skal leita umsagnar Hafrannsóknastofnunarinnar sérstaklega um það hvort skaðleg erfðablöndun við staðbundna stofna geti átt sér stað. Telji Hafrannsóknastofnunin slíka hættu fyrir hendi ber Fiskistofu að hafna umsókn um rekstrarleyfi á þeim grundvelli.

Ný 5. mgr. 3. gr. orðist svo:
Fiskistofu er jafnframt heimilt að veita sérstök bráðabirgðaleyfi til geymslu á fönguðum fiski í kvíum sem síðar yrði fluttur í eldisstöð, enda þótt ofangreindum skilyrðum sé ekki fullnægt.


3. gr.

Eftirfarandi málsgreinar bætast við 17. gr.:
Óheimilt er að losa eldisfisk af flutningatæki í sjókvíar eða aðrar geymslueiningar í sjó nema um sé að ræða flutning í eldisstöð sem hlotið hefur rekstrarleyfi Fiskistofu samkvæmt 3. gr. laga nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar með síðari breytingum.

Þá er óheimilt að draga sjókvíar með eldisfiski út fyrir starfssvæði eldisstöðvar.


4. gr.

Á eftir 17. gr. bætist við ný grein 17. gr. a:

17. gr. a

Óheimilt er að geyma eldisfisk í sjókvíum eða öðrum geymslueiningum í sjó sem ekki eru hluti af eldisstöð samkvæmt 3. gr. laga nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar með síðari breytingum.


5. gr.

Á eftir 18. gr. bætast við tvær nýjar greinar 18. a og 18. b:

18. gr. a

Byggingar og búnaður þar sem fram fer slátrun eldisfisks, skulu vera til samræmis við ákvæði í viðauka 3 í reglugerð nr. 233/1999 um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafla og fiskafurða eftir því sem við á.
Ker á landi þar sem eldisfiskur er látinn bíða þar til að slátrun kemur er hluti búnaðar sláturhúss. Kerin skulu vera úr heilu, ógegndræpu efni sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa. Eldisfiskur má aldrei bíða í slíku keri lengur en eðlilegt getur talist miðað við að um sláturhús er að ræða.
Kví í sjó getur aldrei verið hluti búnaðar sláturhúss.

18. gr. b

Við slátrun á eldisfiski skal beita aðferð sem dýralæknir fisksjúkdóma hefur viðurkennt. Gæta skal að sjónarmiðum um dýravernd við slátrun eldisfisks.


6. gr.

30. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 33, 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum og með stoð í 14. gr. laga nr. 55, 10 júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða með síðari breytingum og tekur þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 14. júní 2004.

Árni M. Mathiesen.
Kristinn Hugason.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica