Sjávarútvegsráðuneyti

711/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 596, 8. ágúst 2003, um úthlutun á 1.500 þorskígildislestum til stuðnings sjávarbyggðum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo: Við úthlutun aflaheimilda samkvæmt reglugerð þessari koma eftirfarandi sjávarbyggðir ekki til greina: Reykjanesbær, Vatnsleysustrandarhreppur, Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg.


2. gr.

Í stað: "2002/2003" í 6. tl. 2. gr. kemur: 2001/2002.


3. gr.

Á 4. gr. verða eftirfarandi breytingar:
1. Í stað: "15. október" í 1. ml. 2. mgr. kemur: 1. nóvember.
2. Í stað: "15. nóvember" í lokamálslið 3. mgr. kemur 1. desember.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. október 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Arndís Á. Steinþórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica