Sjávarútvegsráðuneyti

485/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 238, 4. apríl 2003, um eldi nytjastofna sjávar. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 21. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Dýralæknir fisksjúkdóma tilkynnir Fiskistofu um allar slíkar ákvarðanir.


2. gr.

Við 22. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Dýralæknir fisksjúkdóma tilkynnir Fiskistofu um þau tilvik sem notkun bóluefna og sýklalyfja hefur verið heimiluð.


3. gr.

23. gr. orðist svo:
Um innflutning fisks sem reglugerð þessi nær til fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 484, 2. júlí 2003, um skilyrði á sviði dýraheilbrigðis vegna inn- og útflutnings eldisdýra og afurða þeirra.

Innflytjandi skal tilkynna Fiskistofu um innflutning skv. 1. mgr., áður en viðkomandi sending kemur í eldisstöðina.


4. gr.

Reglugerð þessi tekur gildi 11. júlí 2003 og er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 33, 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. júlí 2003.

Árni M. Mathiesen.
Snorri Rúnar Pálmason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica