Sjávarútvegsráðuneyti

362/2003

Reglugerð um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi. - Brottfallin

1. gr.

Allar veiðar með fiskivörpu og dragnót eru bannaðar á svæði fyrir Suðausturlandi, nema veiðarfærið sé búið með þeim hætti sem segir í 2. gr. Svæðið markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. 64°23,90´N - 14°28,00´V
2. 64°33,00´N - 13°23,00´V
3. 65°00,00´N - 13°02,12´V
4. 65°00,00´N - 11°50,00´V
5. 64°30,64´N - 12°11,68´V
6. 64°07,00´N - 13°00,50´V
7. 64°03,00´N - 13°12,20´V
8. 64°05,64´N - 13°14,96´V
9. 63°54,00´N - 14°11,00´V
10. 63°50,30´N - 14°07,80´V
11. 63°48,00´N - 14°07,20´V
12. 63°39,60´N - 14°36,30´V
13. 63°41,10´N - 14°38,20´V
14. 63°43,50´N - 14°42,40´V
15. 63°36,30´N - 14°52,40´V
16. 63°31,50´N - 15°21,70´V
17. 63°33,80´N - 15°26,30´V
18. 63°30,90´N - 15°40,80´V
19. 63°29,10´N - 15°41,30´V
20. 63°23,60´N - 16°10,00´V
21. 63°23,40´N - 16°16,60´V
22. 63°21,80´N - 16°33,70´V
23. 63°21,40´N - 16°56,00´V
24. 63°18,70´N - 16°59,70´V
25. 63°16,50´N - 17°00,00´V
26. 63°13,30´N - 17°36,00´V
27. 63°14,70´N - 17°36,00´V
28. 63°14,50´N - 17°44,20´V
29. 63°12,70´N - 17°55,00´V
30. 63°11,90´N - 18°04,90´V
31. 63°12,80´N - 18°13,10´V
32. 63°13,35´N - 18°30,00´V
33. 63°16,00´N - 18°54,00´V
34. 63°20,00´N - 19°20,00´V
35. 63°21,60´N - 19°39,50´V
36. 63°16,00´N - 20°02,50´V
37. 63°16,00´N - 20°22,00´V
og þaðan réttvísandi 016° til lands.


Að norðan markast svæðið af fjörumarki.


2. gr.

Eftirgreindar veiðar eru heimilar á svæðinu skv. 1. gr.:

A. Veiðar með fiskivörpu, enda sé varpan búin smáfiskaskilju í samræmi við ákvæði viðauka við reglugerð nr. 278, 4. apríl 2001, um gerð og búnað smáfiskaskilju, með síðari breytingu.
B. Veiðar með fiskivörpu á tímabilinu frá og með 1. maí til og með 30. júní og frá og með 15. nóvember til og með 28. febrúar á eftirgreindu svæði, enda séu vörpurnar búnar leggglugga:

1. 64°11,00 N - 15°42,50 V
2. 63°57,70 N - 15°28,70 V
3. 64°24,00 N - 14°16,60 V
4. 64°24,00 N - 14°30,00 V
5. 64°14,00 N - 14°56,00 V

C. Dragnótaveiðar, þeim bátum sem tilskilin leyfi hafa, enda sé dragnótin búin leggglugga.



3. gr.

Heimildir til veiða með fiskivörpu á framangreindu svæði takmarkast af ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og reglugerðum settum með stoð í þeim lögum og settar kunna að verða sbr. 5. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 809/2002 um friðunarsvæði við Ísland.


4. gr.

Legggluggi, samkvæmt 2. gr., er netstykki, sem skorið er á legg og komið fyrir á efra byrði pokans (belgsins) þannig:

1. Lengd gluggans skal minnst vera 4 metrar.
2. Aftari jaðar gluggans skal vera mest 5 metrum frá pokaenda.
3. Þegar glugginn er saumaður við upptöku pokans (belgsins) skal taka tvær upptökur á móti einum legg. Lengdarhliðar gluggans skulu festar slétt við neðra byrði í leisi pokans (belgsins).
4. Möskvastærð í glugganetinu skal ekki vera minni en möskvastærð riðilsins í pokanum. Séu veiðar stundaðar með leggglugga skal lágmarksmöskvastærð gluggastykkisins og þar



5. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 28. maí 2003 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 411, 18. júní 1999, um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi og reglugerð nr. 484, 10. júlí 2002, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu við Suðausturland án smáfiskaskilju.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 22. maí 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica