Sjávarútvegsráðuneyti

29/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 77, 6. febrúar 1998, um botn- og flotvörpuveiðar. - Brottfallin

029/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 77, 6. febrúar 1998, um botn- og flotvörpuveiðar.

1. gr.

Við C. lið 4. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. þessa liðar er heimilt í fiskveiðilandhelgi Íslands við karfaveiðar með flotvörpu á dýpra vatni en 200 föðmum, sunnan 66°10´N við Vesturland og sunnan 64°45´N við Austurland, að festa styrktarnet á bæði byrði vörpunnar á 40 öftustu metra hennar. Skal riðill í 20 öftustu metrum styrktarnetsins ekki vera minni en riðillinn í vörpunni en í næstu 20 metrum styrktarnetsins þar fyrir framan skal riðillinn a.m.k. tvöfalt stærri en riðill vörpunnar. Styrktarnetið festist að ofan, neðan og á hliðunum.


2. gr.

Í stað: "35" í 5. gr. komi: 40.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. janúar 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica