Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

212/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 717, 3. ágúst 2007, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2007/2008. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Á tímabilinu 1. september 2007 til 31. ágúst 2008 er leyfilegur heildarafli úr neðan­greindum tegundum sem hér segir:

 

Tegund

Lestir

1.

Síld (íslensk sumargotssíld)

150.000

2.

Úthafsrækja

7.000

3.

Humar

1.900

4.

Hörpudiskur samtals

0

5.

Innfjarðarækja samtals

150

 

þ.a. Arnarfjörður

150Aflamark í uppsjávarfiski miðast við óslægðan fisk. Aflamark í humri miðast við slitinn humar.

Leyfilegur heildarafli af innfjarðarækju og úthafsrækju, skv. 2. og 5. tl., er miðaður við bráðabirgðatillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um upphafsafla og verður ákvörðun um heildarafla í þessum tegundum endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum.

Veiðitímabil síldar er frá og með 1. september 2007 til og með 30. apríl 2008.

Miðað er við að veiðitímabil innfjarðarækju standi frá 1. október 2007 til og með 30. apríl 2008. Heimilt er með tilkynningu til leyfishafa að breyta veiðitíma á ákveðnum veiði­svæðum innfjarðarækju, að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar.

Óheimilt er að stunda humarveiðar frá og með 1. október 2007 til og með 15. mars 2008.

Veiðitími og heildarafli annarra tegunda er ákveðinn í sérstakri reglugerð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. febrúar 2008.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica