Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

327/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 207, 28. febrúar 2008, um línuveiðar norskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi árið 2008. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo:

Þó er norskum skipum heimilt að senda upplýsingar sínar til eftirlitsstöðvarinnar í gegnum Fiskistofu í Noregi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. apríl 2008.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica