Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

780/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 160, 11. febrúar 2008, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Í stað "innan veiðitímabilsins 20. maí til 9. ágúst" í lokamálslið B-liðar 6. gr. komi:

Innan veiðitímabilsins 20. maí til 18. ágúst.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. ágúst 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica