Sjávarútvegsráðuneyti

510/2005

Reglugerð um lágmarksráðstafanir innan Evrópska efnahagssvæðisins vegna eftirlits með tilteknum fisksjúkdómum. - Brottfallin

I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.

Í þessari reglugerð er kveðið á um lágmarksráðstafanir til eftirlits með fisksjúkdómum sem upp geta komið í sjávareldisdýrum og lifandi afurðum þeirra og um getur í skrá I og II í viðauka A við reglugerð nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra.


2. gr.

Í þessari reglugerð gilda skilgreiningarnar sem mælt er fyrir um í 2. gr. reglugerðar nr. 511/2005 eftir þörfum. Þar að auki gilda eftirfarandi skilgreiningar:

1. Sjúkdómar í skrá I: Fisksjúkdómar sem um getur í skrá I í viðauka A við reglugerð nr. 511/2005.
2. Sjúkdómar í skrá II: Fisksjúkdómar sem um getur í skrá II í viðauka A við reglugerð nr. 511/2005.
3. Fiskur sem grunur leikur á að sé sýktur: Fiskur sem sýnir klínísk einkenni eða vefjaskemmdir við skoðun eftir slátrun eða tvíræðar svaranir við rannsóknarstofuprófum sem vekja grunsemdir um að sjúkdómur í skrá I eða II sé til staðar.
4. Sýktur fiskur: Fiskur þar sem tilvist sjúkdóma í skrá I eða II hefur verið opinberlega staðfest eftir rannsóknarstofupróf eða ef um er að ræða blóðþorra (ISA) eftir klíníska skoðun og skoðun eftir slátrun.
5. Eldisstöð sem grunur leikur á um að sé sýkt: Eldisstöð sem grunur leikur á um að hafi að geyma sýktan fisk.
6. Sýkt eldisstöð: Eldisstöð sem hefur að geyma sýktan fisk; einnig eldisstöð sem hefur verið tæmd en hefur ekki enn verið sótthreinsuð.


3. gr.

Allar eldisstöðvar með ræktaðan eða alinn fisk, sem er smitnæmur fyrir sjúkdómum í skrá I og II:

a) skulu skráðar af Fiskistofu. Skráningargögn skulu uppfærð með reglulegu millibili;
b) skulu halda framleiðsludagbækur samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 238/2003 um eldi nytjastofna sjávar.

Þessa skrá sem Fiskistofa hefur frjálsan aðgang að hvenær sem er ber að uppfæra með reglulegu millibili og geyma í fjögur ár.


4. gr.

Tilkynna skal Fiskistofu þegar í stað ef grunur leikur á um að upp hafi komið einhver sjúkdómanna í skrá I og II.


II. KAFLI
Ráðstafanir vegna sjúkdóma í skrá I.
5. gr.

1. Ef grunur leikur á um að fiskur í eldisstöð hafi sýkst af einhverjum sjúkdómanna í skrá I skal Fiskistofa í samráði við yfirdýralækni hefja undireins opinbera rannsókn, að meðtalinni klínískri skoðun, til að staðfesta eða hrekja tilvist sjúkdómsins. Hún skal sérstaklega taka eða láta taka sýni sem eru nauðsynleg vegna rannsóknarstofurannsókna.

2. Um leið og tilkynnt er um grun á smiti skal Fiskistofa í samráði við yfirdýralækni hafa eldisstöðina undir opinberu eftirliti og einkum krefjast þess að:

a) fram fari talning í öllum tegundum og flokkum fiska í eldisstöðinni og skráning í hverjum flokki og hverri tegund á fjölda dauðra fiska eða þeim sem gætu hafa sýkst eða smitast. Eiganda eða umsjónarmanni fisksins ber að uppfæra skráninguna og gefa upplýsingar um fjölgun og dánartíðni á þeim tíma sem grunur leikur á smiti. Skráningargögn skulu lögð fram ef um það er beðið og þau má skoða í hverri vitjun;
b) enginn fiskur, lifandi eða dauður, eða hrogn og svil séu flutt til eða frá eldisstöðinni án leyfis sem opinbera þjónustustofnunin gefur út;
c) förgun á dauðum fiski eða sláturúrgangi fari fram undir opinberu eftirliti;
d) flutningur á fóðri, áhöldum, hlutum eða öðrum efnum, eins og úrgangi, til og frá fiskeldisstöðinni sem getur leitt til útbreiðslu sjúkdóms verði, ef nauðsyn krefur, háður leyfi embættis yfirdýralæknis sem skal kveða nánar á um skilyrði til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsvaldsins;
e) ferðir fólks til og frá eldisstöðinni verði háðar leyfi semyfirdýralæknir gefur út;
f) koma og brottför ökutækja frá eldisstöðinni verði háð leyfiyfirdýralæknis sem skal kveða nánar á um skilyrði til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsvaldsins;
g) notaðar verði viðeigandi sótthreinsiaðferðir við inngöngu- og útgönguleiðir eldisstöðvarinnar;
h) faraldsfræðileg rannsókn skuli gerð í samræmi við 1. mgr. 8. gr.;
i) allar eldisstöðvar sem eru á sama vatnsöflunar- eða strandsvæði verði háðar opinberu eftirliti og að enginn fiskur, hrogn eða svil verði flutt frá eldisstöðinni án leyfis sem opinbera þjónustustofnunin gefur út. Ef um er að ræða víðáttumikið vatnsöflunar- eða strandsvæði eryfirdýralækni heimilt að takmarka þessar ráðstafanir við minna svæði sem liggur nálægt eldisstöðinni sem grunur leikur á um að sé sýkt, ef hún telur að þetta svæði veiti hámarksábyrgð gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Ef nauðsyn krefur skal opinberum eftirlitsaðilum í öðrum ríkjum á EES eða þriðju ríkjum tilkynnt um slíkar grunsemdir. Í því tilviki skulu opinberu eftirlitsaðilarnir grípa til viðeigandi aðgerða til að ráðstafanirnar sem mælt er fyrir um í þessari grein gildi.

3. Þar til þær opinberu ráðstafanir sem kveðið er á um í 2. mgr. hafa komið til framkvæmda skal eigandi eða umsjónarmaður fisks sem grunur leikur á að hafi sjúkdóminn gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farið sé að ákvæðum 2. mgr., að h- og i-lið undanskildum.

4. Ráðstöfunum sem um getur í 2. mgr. skal ekki hætt fyrr enyfirdýralæknir hefur staðfest að ekki leiki lengur grunur á að sjúkdómurinn sé til staðar.


6. gr.

Jafnskjótt og opinberlega hefur verið staðfest að einhver sjúkdómanna í skrá I sé kominn upp skal Fiskistofa í samráði við yfirdýralækni koma eftirfarandi til leiðar, auk þeirra ráðstafana sem tilgreindar eru í 2. mgr. 5. gr.:

a) Í sýktri eldisstöð:
skal allur fiskur fjarlægður í samræmi við opinbera áætlun,
skulu, ef um er að ræða eldisstöð á landi, öll kör tæmd svo hægt sé að hreinsa þau og sótthreinsa,
skulu öll hrogn og svil, dauður fiskur og fiskur sem sýnir klínísk sjúkdómseinkenni talin til áhættusamra efna og fargað í samræmi við reglugerð nr. 403/1986 um varnir gegn fisksjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldisstöðvum,
skal allur lifandi fiskur annaðhvort aflífaður eða honum fargað í samræmi við reglugerð nr. 403/1986 um varnir gegn fisksjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldisstöðvum eða að öðrum kosti, ef um er að ræða fisk sem hefur náð sölustærð og sýnir engin klínísk sjúdómseinkenni, slátrað undir eftirliti Fiskistofu með markaðssetningu eða vinnslu til manneldis í huga.
Fiskistofa skal tryggja:
að fiskinum verði tafarlaust slátrað og hann slægður,
að þessar aðgerðir fari fram við skilyrði sem komi í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsvalda,
að fisk- og sláturúrgangur teljist til áhættusamra efna og sé meðhöndlaður þannig að tryggt sé að sjúkdómsvöldum sé fargað í samræmi við reglugerð nr. 403/1986,
að frárennslisvatn sé meðhöndlað þannig að sjúkdómsvaldar sem það mögulega inniheldur verði gerðir óvirkir,
skulu kör, búnaður og efni sem líkleg eru til að bera smit, eftir að fiskur, hrogn og svil hafa verið fjarlægð, hreinsuð og sótthreinsuð eins fljótt og auðið er, í samræmi við fyrirmæli yfirdýralæknis, til að komið sé í veg fyrir hættu á að sjúkdómsvaldurinn breiðist út eða lifi af,
skal öllum efnum sem gætu borið smit, sem um getur í d-lið 2. mgr. 5. gr., fargað eða þau meðhöndluð þannig að tryggt verði að öllum sjúkdómsvöldum sem gætu verið til staðar sé fargað,
skal gerð faraldsfræðileg rannsókn í samræmi við 1. mgr. 8. gr. og ákvæði 4. mgr. 8. gr. gilda. Þessi athugun skal fela í sér töku sýna sem eru nauðsynleg vegna rannsóknarstofurannsókna.
b) Allar eldisstöðvar sem eru á sama vatnsöflunar- eða strandsvæði og sýkta eldisstöðin skulu gangast undir heilbrigðisskoðun. Ef skoðun leiðir í ljós smittilfelli skal grípa til þeirra ráðstafana sem kveðið er á um í a-lið þessarar málsgreinar.
c) Leyfi verður að fást hjá Fiskistofu í samráði viðyfirdýralækni til að endurnýja fiskistofn eldisstöðvarinnar eftir að fram hefur farið fullnægjandi úttekt á hreinsunar- og sótthreinsiaðgerðunum og í lok tímabils sem hún telur nógu langt til að tryggja að sjúkdómsvaldinum og öðrum mögulegum sýkingum á sama vatnsöflunarsvæði hafi verið útrýmt.
d) Ef ráðstafanirnar sem mælt er um í a-, b-, c- og d-lið 2. mgr. 5. gr. krefjast samstarfs milli opinberra eftirlitsaðila í öðrum aðildarríkjum skulu opinberu eftirlitsaðilarnir í viðkomandi aðildarríki sýna samstarfsvilja til að tryggja að ráðstöfunum sem mælt er fyrir um í þessari grein verði hlítt.


7. gr.

Ef villtur fiskur, sem tilheyrir ekki eldisstöð eða fiskur í vötnum, kerum eða öðrum mannvirkjum þar sem hægt er að veiða á stöng eða færi eða skrautfiskur er geymdur, er smitaður eða vaknað hefur grunur um það, skulu aðildarríkin sjá til þess að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar. Fiskistofa skal tilkynna ESA og öðrum EES-ríkjum um ráðstafanir sem hún hefur gert.


8. gr.

1. Faraldsfræðileg rannsókn skal taka til:

a) lengdar tímabilsins sem sjúkdómurinn getur hafa verið til staðar í eldisstöðinni áður en tilkynnt var um hann eða grunur vaknaði;
b) hugsanlegra upptaka sjúkdómsins í eldisstöðinni og auðkenningar annarra eldisstöðva þar sem eru hrogn, svil og fiskur af smitnæmum tegundum sem geta hafa sýkst;
c) flutninga á fiski, hrognum eða svilum og á ökutækjum, efnum og fólki sem geta hafa borið sjúkdómsvaldinn til eða frá viðkomandi eldisstöð;
d) hugsanlegrar tilvistar og dreifingar á smitberum.

2. Ef faraldsfræðilega rannsóknin leiðir í ljós að sjúkdómurinn gæti hafa borist frá öðrum vatnsöflunar- eða strandsvæðum eða til annars vatnsöflunar- eða strandsvæðis með flutningi fisks, hrogna eða svilja, dýra, ökutækja eða fólks, eða með öðrum hætti, skulu eldisstöðvar sem eru staðsettar á þessum vatnsöflunar- og strandsvæðum liggja undir grun og skulu ráðstafanir þær sem mælt er fyrir um í 5. gr. gilda. Ef tilvera sjúkdómsins er staðfest gilda þær ráðstafanir sem mælt er fyrir um í 6. gr.

3. Ef faraldsfræðileg rannsókn leiðir í ljós kröfu um samvinnu milli opinberra eftirlitsaðila í öðrum ríkjum á EES skal Fiskistofa í samráði við yfirdýralækni grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að ákvæðum þessarar reglugerðar verði fylgt.

4. Fisksjúkdómanefnd skal samræma allar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja að sjúkdóminum sé útrýmt eins fljótt og hægt er og í því skyni annast faraldsfræðilegu rannsóknina.


III. KAFLI
Eftirlitsráðstafanir vegna sjúkdóma í skrá II.
9. gr.

1. Ef grunur leikur á um eða staðfest hefur verið að sjúkdómur af skrá II hafi komið upp á viðurkenndu svæði eða í viðurkenndri eldisstöð sem er staðsett á svæði sem hefur ekki hlotið viðurkenningu skal láta fara fram faraldsfræðilega rannsókn í samræmi við 8. gr. EES-ríki sem óska eftir að endurheimta viðurkenningu sem skilgreind er í samræmi við reglugerð nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra skulu hlíta ákvæðum viðauka B og C við þá reglugerð.

2. Ef faraldsfræðilega rannsóknin leiðir í ljós að sjúkdómurinn gæti hafa borist frá viðurkenndu svæði eða frá annarri viðurkenndri eldisstöð eða gæti hafa borist til annarrar viðurkenndrar eldisstöðvar með flutningi fisks, hrogna eða svilja, ökutækja og fólks, eða með öðrum hætti, skulu þessi svæði eða eldisstöðvar liggja undir grun og viðeigandi ráðstafanir gilda.

3. Fiskistofu í samráði viðyfirdýralækni er þó heimilt að leyfa að fiskur sem á að aflífa verði fitaður þar til hann nær sölustærð.


10. gr.

1. Ef grunur leikur á um að fiskur í eldisstöð sem hefur ekki hlotið viðurkenningu og er staðsett á svæði sem hefur ekki hlotið viðurkenningu hafi sýkst af einhverjum sjúkdómanna í skrá II skal Fiskistofa í samráði við yfirdýralækni:

a) hefja undireins opinbera rannsókn til að staðfesta eða hrekja tilvist sjúkdómsins og ef þörf er á, töku sýna til rannsókna á viðurkenndri rannsóknarstofu;
b) framkvæma eða láta fara fram opinbera talningu á sýktum eldisstöðvum. Uppfæra skal skráninguna með reglulegu millibili;
c) hafa sýktar eldisstöðvar undir opinberu eftirliti eða láti þær heyra undir það, til að tryggja að þrátt fyrir c-lið 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra, verði aðeins heimilaðir flutningar á lifandi fiski, eggjum eða svilum frá eldisstöðinni sem annaðhvort er ætlað fyrir aðrar eldisstöðvar þar sem sami sjúkdómur er til staðar eða til slátrunar til manneldis.

2. Gera skal, um ákveðinn tíma, valfrjálsa eða lögboðna áætlun um að útrýma sjúkdómum í skrá II í eldisstöðvum sem hafa ekki hlotið viðurkenningu eða eru á svæðum sem hafa ekki hlotið viðurkenningu. Á þessu tímabili er bannað að flytja lifandi fisk, egg eða svil frá ósýktum eldisstöðvum eða eldisstöðvum með óþekkta heilbrigðisviðurkenningu til svæðis eða eldisstöðvar þar sem slík áætlun er í gangi. Þegar tímabilinu er lokið skal Fiskistofa, hafi hún nýtt sér þessa málsmeðferð, tilkynna það ESA og öðrum EES-ríkjum.


IV. KAFLI
Lokaákvæði.
11. gr.

1. Sýnataka og prófun á rannsóknarstofu til að greina sjúkdóma í skrá I og II skal fara fram með því að nota þær aðferðir sem ákvarðaðar eru í 15. gr. reglugerðar nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra.

2. Sýnataka til að greina sjúkdóm eða sjúkdómsvald skal fara fram á rannsóknarstofu sem er viðurkennd. Við prófun á rannsóknarstofu skal, ef þörf krefur og einkum við fyrstu uppkomu sjúkdóms, greina stofn, tegund eða afbrigði viðkomandi sjúkdómsvalds og ber að staðfesta sjúkdómsvaldinn á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum eða, ef nauðsyn krefur, á tilvísunarrannsóknarstofu sem um getur í 13. gr.


12. gr.

1. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er tilvísunarrannsóknarstofa með búnaði og sérmenntuðu fólki til að hægt sé undir öllum kringumstæðum, einkum þegar umræddur sjúkdómur kemur fyrst upp, að ákvarða stofn, tegund og afbrigði viðkomandi sjúkdómsvalds og staðfesta niðurstöður sem hafa fengist á staðbundnum greiningarrannsóknarstofum.

2. Rannsóknarstofur sem eru tilnefndar fyrir hvern sjúkdóm um sig eru ábyrgar fyrir samræmingu greiningarstaðla og -aðferða og notkun prófunarefna.

3. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er ábyrg fyrir samræmingu greiningarstaðla og -aðferða sem hver rannsóknarstofa um sig mælir fyrir um vegna greiningar á viðkomandi sjúkdómi. Í þessum tilgangi skal hún:

a) útvega viðurkenndum rannsóknarstofum greiningarprófunarefni;
b) hafa eftirlit með gæðum allra greiningarprófunarefna sem eru notuð;
c) láta samanburðarpróf fara fram með reglulegu millibili;
d) geyma ræktaða sjúkdómsvalda úr tilvikum sem hafa verið staðfest;
e) fá staðfestingu á jákvæðum niðurstöðum viðurkenndra rannsóknarstofa.

4. Þrátt fyrir 1. mgr. er heimilt að leita til tilvísunarrannsóknarstofa annarra EES-ríkja, sem eru bærar að því er tiltekinn sjúkdóm varðar.

5. Í viðauka A er skrá yfir tilvísunarrannsóknarstofur vegna fisksjúkdóma.

6. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum skal eiga samvinnu við viðkomandi tilvísunarrannsóknarstofur á EES sem um getur í 13. gr.


13. gr.

1. Í viðauka B eru tilgreindar tilvísunarrannsóknarstofur EES-ríkja vegna fisksjúkdóma.

2. Mælt er fyrir um hlutverk og skyldur tilvísunarrannsóknarstofa sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar í viðauka C.


14. gr.

Bannað er að bólusetja gegn sjúkdómum í skrá II á viðurkenndum svæðum, í viðurkenndum eldisstöðvum sem eru á svæðum sem hafa ekki verið viðurkennd eða á svæðum eða í eldisstöðvum, þar sem málsmeðferð fyrir viðurkenningu sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 511/2005 um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu sjávareldisdýra og afurða þeirra, hefur þegar verið samþykkt, og gegn sjúkdómum í skrá I. Ef sjúkdómar í skrá I koma upp má þó heimila bólusetningu gegn þeim, að því tilskildu að tilhögun við bólusetninguna sé tilgreind í viðbúnaðaráætlunum í samræmi við 15. gr. og tillit sé tekið til viðmiðananna sem settar eru fram í viðauka E.


15. gr.

1. Gera skal viðbragðsáætlun þar sem tilgreindar eru ráðstafanir sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð, sem grípa á til komi einhver sjúkdómanna í skrá I upp. Í áætluninni skulu vera ákvæði um aðgang að aðstöðu, búnaði, starfsfólki og öllum viðeigandi efnum sem nota þarf til að útrýma sjúkdóminum með skjótvirkum hætti.

2. Þær almennu viðmiðanirnar sem gilda um gerð þessara áætlana eru tilgreindar í viðauka D. Þó nægir að nota viðmiðanir sem eru sérstaklega settar fyrir umrædda sjúkdóma hafi almennu viðmiðanirnar þegar verið í notkun þegar áætlanir voru lagðar fram um beitingu eftirlitsráðstafana vegna annars sjúkdóms.

3. Áætlanirnar sem eru gerðar samkvæmt viðmiðunum sem eru tilgreindar í viðauka D skulu lagðar fyrir ESA eigi síðar en sex mánuðum eftir að þessi reglugerð kemur til framkvæmda.


16. gr.

Sérfræðingar ESA geta, í samvinnu við Fiskistofu og yfirdýralækni, og að svo miklu leyti sem þörf er á til að tryggja að þessari reglugerð sé beitt á samræmdan hátt, gert vettvangskönnun. Þeir geta í þessu skyni kannað hæfilegt hundraðshlutfall eldisstöðva til að fylgjast með hvort Fiskistofa hafi eftirlit með því að eldisstöðvarnar uppfylli kröfur þessarar reglugerðar. ESA skal tilkynna um niðurstöður slíkra kannana. Fiskistofa skal veita sérfræðingum ESA alla nauðsynlega aðstoð við skyldustörf þeirra.


17. gr.

Brot á reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.


18. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar og lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og til innleiðingar á tilskipunum ráðsins nr. 93/53/EBE og nr. 2000/27/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2001/288/EB. Reglugerðin tekur gildi þegar í stað.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. maí 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Ásta Einarsdóttir.VIÐAUKI A
Innlendar tilvísunarrannsóknarstofur í fisksjúkdómum.


Belgía: CODA — Centrum voor Onderzoek in Diergeneeskunde en Agrochemie
CERVA — Centre d'étude et de recherches vétérinaires et agrochimiques
Groeselenberg 99
B-1180 Brussel/Bruxelles.

Tékkland: Výzkumný ústav veterinárníhó lékařství
Hudcova 70
621 32 Brno-Medlánky.

Danmörk: Statens Veterinære Serumlaboratorium
Fødevareministeriet
Hangøvej 2
DK-8200 Århus N.

Þýskaland: Bundesforschungsanstalt für Viruskrankheiten der Tiere
Boddenblick 5a
D-17498 Insel Riems.

Eistland: Veterinaar- ja Toidulaboratoorium
Väike-Paala 3
11415 Tallinn.

Grikkland: Laboratory of Fish Pathology and Bio-Pathology of Aquatic Organisms
Centre of Athens Veterinary Institutes, Institute of Infectious and Parasitic
Diseases
25 Neapoleos ST.
GR-153 10 Ag. Paraskevi Attiki.

Spánn: Laboratorio Central de Veterinaria de Algete
Madrid.

Frakkland: Agence française de sécurité sanitaire des aliments (AFSSA)
Laboratoire d'études et de recherches en pathologie des poissons (LERPP)
Technopôle Brest Iroise — BP 70
F-29280 Plouzane.

Írland: Fisheries Research Centre Abbotstown
Castleknock
Dublin15
Ireland.

Ítalía: Istituto zooprofilattico sperimentale delle Venezie
Via Romea 14/A
I-35020 Legnaro, Padova.

Kýpur: Ergastήrio AvajorάVgia AsqέneieV τwn Zώwn,
KτohniaτrikέV UphresίeV, 1417 Λenkwsίa
National Reference Laboratory for Animal Health
Veterinary Services
CY-1417 Nicosia

Lettland: Valsts veterinārmedicīnas diagnostikas centrs
Lejupes iela 3
LV-1076 Rīga

Litháen: Nacionalinėė veterinarijos laboratorija
J. Kairiūkščio g. 10
LT-2021 Vilnius.

Lúxemborg: CODA — Centrum voor Onderzoek in Diergeneeskunde en Agrochemie
CERVA — Centre d'étude et de recherches vétérinaires et agrochimiques
Groeselenberg 99
B-1180 Brussel/Bruxelles.

Ungverjaland: Országos Állategészégügyi Intézet (OÁI), Pf. 2.
Tábornok u. 2.
HU-1581 Budapest.

Malta: Istituto Zooprofilattico Sperimentale delle Venezie
Legnaro (PD)
Italy.

Holland: Fish Diseases Laboratory
ID-Lelystad
Institute for Animal Science and Health
Edelhertweg 15
PO Box 65
8200 AB Lelystad
Nederland.

Austurríki: Institut für Hydrobiologie, Fisch- und Bienenkunde
Veterinärmedizinische Universität Wien
Veterinärplatz 1
A-1210 Wien.

Pólland: Laboratorium Zakładu Chorób Ryb Państwowego
Instytutu Weterynaryjnego
AL. Partyzantów 57
PL-24-100 Puławy

Portúgal: Laboratório Nacional de Investigação Veterinária
Estrada de Benfica 701
P-1500 Lisboa.

Slóvenía: Nacionalni veterinarski inštitut,
Gerbičeva 60
SI-1000 Ljubljana.

Slóvakía: Štátný veterinárny a potravinový ústav
Janoškova 1611/58
026 80
SK-Dolný Kubín.

Finnland: Eläinlääkintä- ja elintarvikelaitos (EELA)
PL 368
FIN-00231 Helsinki.

Svíþjóð: Statens Veterinärmedicinska Anstalt (SVA)
S-751 89 Uppsala.

Breska
konungsríkið:
CEFAS Weymouth Laboratory
Barrack Road
Weymouth DT4 8UB
United Kingdom.
The Marine Laboratory
PO box 101
Victoria Road
Aberdeen AB9 8DB
United Kingdom.VIÐAUKI B
Tilvísunarrannsóknarstofa Evrópska efnahagssvæðisins
vegna fisksjúkdóma.


Danmörk: Statens Veterinære Serumlaboratorium
Fødevareministeriet
Hangøvej 2
DK-8200 Århus N.VIÐAUKI C
Hlutverk og skyldur tilvísunarrannsóknarstofu
Evrópska efnahagssvæðisins vegna fisksjúkdóma.


Hlutverk og skyldur tilvísunarrannsóknarstofu EES vegna sjúkdóma í skrá I og II skal vera:

1. Að samræma, í samráði við ESA, aðferðir sem eru notaðar við greiningu viðkomandi sjúkdóms, einkum með því að:
a) ákveða, geyma og afgreiða viðkomandi sjúkdómsvalda með sermipróf og gerð mótsermis í huga;
b) afgreiða staðlað sermi og önnur viðmiðunarprófunarefni til innlendra tilvísunarrannsóknarstofa til að hægt sé að staðla próf og prófunarefni sem eru notuð í aðildarríkjunum;
c) birgja sig upp og viðhalda nýjasta safni stofna sjúkdómsvalda og ræktaðra sjúkdómsvalda viðkomandi sjúkdóms;
d) skipuleggja reglubundin samanburðarpróf á greiningaraðferðum innan EES;
e) safna og halda saman gögnum og upplýsingum um greiningaraðferðir sem eru notaðar og niðurstöður prófa sem fram fara innan EES;
f) ákvarða einkenni viðkomandi ræktaðra sjúkdómsvalda með nýjustu aðferðum til að unnt sé að auka skilning á farsóttarfræði sjúkdómsins;
g) fylgjast með framförum á sviði eftirlits, farsóttarfræða og varna gegn viðkomandi sjúkdómi alls staðar í heiminum;
h) viðhalda sérfræðiþekkingu um viðkomandi sjúkdómsvald og aðra hugsanlega sjúkdómsvalda svo að unnt sé að gera skjótvirka samanburðargreiningu;
i) afla staðgóðrar þekkingar á gerð og notkun dýraónæmislyfja sem eru notuð til að berjast gegn og útrýma viðkomandi sjúkdómi.
2. Að veita virka aðstoð við greiningu á uppkomu viðkomandi sjúkdóms innan EES með hjálp rannsókna á ræktuðum sjúkdómsvöldum sem eru sendir þeim til staðfestingar á sjúkdómsgreiningu, ákvörðunar á einkennum og farsóttarfræðilegra rannsókna;
3. Að auðvelda menntun eða endurmenntun sérfræðinga í rannsóknarstofugreiningu með það í huga að samhæfa greiningaraðferðir innan EES.
4. Að eiga samvinnu við þar til bærar rannsóknarstofur í þriðju löndum að því er varðar aðferðir til greiningar á sjúkdómum í skrá I, ef þessir sjúkdómar eru útbreiddir þar.VIÐAUKI D
Lágmarksviðmiðanir vegna viðbragðsáætlana.


Viðbragðsáætlanir skulu hið minnsta uppfylla eftirfarandi:

1. Að komið sé á fót viðlagamiðstöð með það fyrir augum að samræma allar eftirlitsráðstafanir.
2. Að tekin sé saman skrá yfir sjúkdómseftirlitsmiðstöðvar sem hafa fullnægjandi búnað til að samræma eftirlit með ráðstöfunum vegna sjúkdóma.
3. Að gefnar séu nákvæmar upplýsingar um starfsfólkið sem sér um eftirlitsráðstafanir, hæfni þess og ábyrgð.
4. Að sjúkdómseftirlitsmiðstöð á hverjum stað sé í stakk búin til að hafa samband með hraði við einstaklinga/samtök sem tengjast beint eða óbeint uppkomu sjúkdóms.
5. Að búnaður og efni séu til staðar svo hægt sé að grípa til ráðstafana vegna eftirlits með sjúkdómum á réttan hátt.
6. Að gefin séu nákvæm fyrirmæli um aðgerðir sem grípa skal til ef grunur vaknar eða staðfesting fæst á sýkingu eða smiti.
7. Að komið sé á fót þjálfunarnámskeiðum til að viðhalda og auka færni í vettvangs- og stjórnsýsluaðgerðum.
8. Að greiningarrannsóknarstofur hafi, eftir atvikum, búnað til skoðunar eftir slátrun, nauðsynlega aðstöðu til sermi- og vefjafræðirannsókna, o.s.frv., og verða að viðhalda færni til skjótrar greiningar. Í þessu skyni verður að gera ráðstafanir til að hægt sé að flytja sýni með hraði.
9. Að sett séu ákvæði til að tryggja nauðsynlegt lagaumboð til að hrinda viðbragðsáætlunum í framkvæmd.VIÐAUKI E
Viðmiðanir vegna áætlana um bólusetningu.


Í áætlunum um bólusetningar skulu að minnsta kosti eftirfarandi upplýsingar koma fram:

1. Upplýsingar um eðli þess sjúkdóms sem verður til þess að beiðni kemur fram um bólusetningu.
2. Upplýsingar um strand- og meginlandssvæði, staði og eldisstöðvar þar sem bólusetning getur farið fram. Ekki má undir neinum kringumstæðum bólusetja utan marka sýkta svæðisins eða, ef nauðsyn krefur, sóttvarnabeltisins sem skilgreint hefur verið umhverfis sýkta svæðið.
3. Nákvæmar upplýsingar um bóluefnið sem nota skal, þar á meðal um þá tegund eða tegundir bóluefnis sem kunna að verða notaðar.
4. Nákvæmar upplýsingar um notkunarskilyrði, tíðni bólusetningar og þær takmarkanir sem gilda um notkun bóluefnisins (hvaða fiskur, hvaða kvíar o.s.frv.).
5. Viðmiðanir um stöðvun bólusetningar.
6. Upplýsingar um samþykkt ákvæði sem tryggja að skrá sé haldin yfir allar bólusetningar (dagsetningar, staði og eldisstöðvar þar sem bólusetning hefur farið fram, skilgreiningar sóttvarnasvæða o.s.frv.).
7. Þær ráðstafanir sem gerðar eru til þess að halda hreyfingu fisksins innan bólusetningarsvæðisins í lágmarki til að tryggja að fiskurinn fari ekki af því svæði öðruvísi en þegar honum er slátrað til manneldis eða til eyðingar ef nauðsyn krefur.
8. Hvers kyns önnur ákvæði sem eru nauðsynleg vegna bólusetningar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica