Umhverfisráðuneyti

388/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur, nr. 735/1997. - Brottfallin

388/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur, nr. 735/1997.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi skilgreining:
Varnarefni eru efni sem notuð eru m.a. gegn illgresi, sveppum og meindýrum við framleiðslu eða geymslu matvæla.


2. gr.

Heiti II. kafla verður svohljóðandi:

II. KAFLI
Samsetning og efnainnihald.


3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Í ungbarnablöndum og stoðblöndum skulu ekki vera nein efni í því magni sem stefnt getur heilsu ungbarna og smábarna í hættu. Þá skal hámarksmagn leifa þeirra varnarefna sem tilgreind eru í viðauka IX ekki vera hærra en þar kemur fram og 0,01 mg/kg fyrir önnur efni í ungbarnablöndum og stoðblöndum sem eru tilbúnar til neyslu eða endurgerðar samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda.

Varnarefnin í viðaukum X og XI er óheimilt að nota við framleiðslu á landbúnaðarafurðum sem ætlaðar eru til framleiðslu á ungbarnablöndum og stoðblöndum.
Við eftirlit gildir eftirfarandi viðmið um magn varnarefna:

1. Varnarefnin í viðauka X eru ekki talin hafa verið notuð ef leifar þeirra eru ekki meiri en 0,003 mg í hverju kg af ungbarnablöndum og stoðblöndum eins og þær eru tilbúnar til neyslu eða endurgerðar samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda enda er það minnsta greinanlegt magn þessara efna.
2. Varnarefnin í viðauka XI eru ekki talin hafa verið notuð ef leifar þeirra eru ekki meiri en 0,003 mg í hverju kg af ungbarnablöndum og stoðblöndum eins og þær eru tilbúnar til neyslu eða endurgerðar samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda.

Nota skal staðlaðar og almennt viðurkenndar aðferðir við greiningu á magni varnarefnaleifa.


4. gr.

4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ungbarnablöndur og stoðblöndur er eingöngu heimilt að framleiða úr próteinum og öðrum innihaldsefnum sem viðurkennd eru, samkvæmt niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem sérfæði fyrir ungbörn og smábörn. Við framleiðsluna skal eingöngu nota þau orku- og bætiefni sem skilgreind eru í viðaukum I-VI ásamt tilgreindum skilyrðum. Ungbarnablöndur og stoðblöndur skulu framleiddar þannig að einungis þurfi að bæta í þær vatni fyrir neyslu.


5. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki:


VIÐAUKI IX

Hámarksmagn varnarefnaleifa eða niðurbrotsefna þeirra í ungbarnablöndum og stoðblöndum, tilbúnum til neyslu eða tilreiddum samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda:

Efnaheiti
Hámarksgildi varnarefna
eða niðurbrotsefna þeirra
(mg/kg)
Kadúsafos
0,006
Demeton-S-metýl/demeton-S-metýl sulfon/oxýdemeton-metýl (saman eða í sitt hvoru lagi, gefið upp sem demeton-S-metýl)
0,006
Etoprófos
0,008
Fípróníl (samanlagt fípróníl og fípróníl-dí-súlfinýl, gefið upp sem fípróníl)
0,004
Própíneb/própýlenþíóúrea
0,006



6. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki:


VIÐAUKI X

Varnarefni sem óheimilt er að nota við framleiðslu á landbúnaðarafurðum sem ætlaðar eru til framleiðslu á ungbarnablöndum og stoðblöndum:

Efnaheiti (skv. skilgreiningu á varnarefnaleifum)
Dísúlfon (samanlagt dísúlfoton, dísúlfoton súlfoxíð, dísúlfon sulfon, gefið upp sem dísúlfóton)
Fensúlfóþíon (samanlagt fensúlfóþíon, súrefnishliðstæðu þess og þeirra súlfónum, gefið upp sem fensúlfóþíon)
Fentin, gefið upp sem trífenýltín jákvætt hlaðin jón (tryphenyltin cation)
Haloxýfóp (samanlagt haloxýfóp, sölt þeirra efna og esterar á beygðu formi) gefið upp sem fensulfotíon
Heptaklór og trans-heptaklór epoxíð, gefið upp sem heptaklór
Hexaklórbensen
Nítrófen
Ómetoat
Terbúfos (samanlagt terbúfos, súlfoxíði þess og sulfóni, gefið upp sem terbúfos)



7. gr.

Við reglugerðin bætist eftirfarandi viðauki:


VIÐAUKI XI

Varnarefni sem óheimilt er að nota við framleiðslu á landbúnaðarafurðum sem ætlaðar eru til framleiðslu á ungbarnablöndum og stoðblöndum:

Efnaheiti
Aldrín og díeldrin, ritað sem díeldrin
Endrín



8. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 og til innleiðingar á tilskipun 2003/14/EB sem vísað er til í 4. tölul. XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 27. apríl 2004.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica