Umhverfisráðuneyti

121/2004

Reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum. - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um varnarefnaleifar í matvælum.


2. gr.
Skilgreiningar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:
Aðgerðarmörk: sýna mesta leyfilegt frávik frá hámarksgildi vegna óvissu í sýnatöku og niðurstöðum rannsókna.

Aðskotaefni: eru efni sem berast í matvæli eða myndast í þeim og breyta eiginleikum, samsetningu, gæðum eða hollustu þeirra.

Áhættumat: er mat á hættu og byggist það á því hve mikið magn varnarefnaleifa mælist í matvælum og hugsanlegri neyslu á þeim, eiturefnafræðilegum eiginleikum viðkomandi varnarefna svo og niðurbrotshraða og niðurbrotsefnum þeirra.

Egg: eru einnig eggjavörur svo sem eggjarauður.

Fiskur og fiskafurðir: eru fiskhold og innyfli af og úr þeim fisktegundum, sem almennt eru nýttar til manneldis og vörur unnar úr þeim, ásamt krabbadýrum (Crustacea), samlokum (Bivalvia), smokkfiskum (Cephalopoda) og sniglum (Gastropoda) án skelja.

Hámarksgildi: er mesta magn varnarefnaleifa sem leyfilegt er í hverri þyngdar- eða lagareiningu matvæla eins og þau koma fyrir tilbúin til neyslu. Fyrir varnarefnaleifar í ávöxtum og grænmeti skal miða við þann hluta matvælanna sem tilgreindur er í viðauka 6. Fyrir þurrkaðar afurðir og þykkni af öðrum matvælum skal miða við hámarksgildi afurðarinnar í upprunalegu formi. Fyrir aðrar unnar vörur skal taka tillit til þynningar eða annarra breytinga sem geta orðið við vinnslu. Ef ekki eru gefin upp hámörk fyrir samsett matvæli skal fara eftir hámarksgildum fyrir viðkomandi hráefni í viðaukum 2, 4 og 5 en taka mið af hlutföllum hráefna og breytinga sem geta orðið við vinnslu.

Kjöt og kjötvörur: eru úrbeinað kjöt af þeim dýrum sem almennt eru nýtt til manneldis og vörur unnar úr því.

Korn og kornvara: eru þroskuð fræ af hveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís, hýðishrísgrjónum, hirsi, bókhveiti, dúrru, rúghveiti og öðrum korntegundum.

Varnarefni: eru efni sem notuð eru m.a. gegn illgresi, sveppum og meindýrum við framleiðslu eða geymslu matvæla.

Varnarefnaleifar: eru leifar af varnarefnum og umbrots-, niðurbrots- eða myndefnum þeirra.


3. gr.
Ábyrgð framleiðenda.

Óheimilt er að framleiða eða dreifa matvælum sem innihalda varnarefnaleifar umfram hámarksgildi sem fram koma í viðaukum 2, 4 og 5. Umhverfisstofnun getur þó heimilað dreifingu vörutegunda sem innihalda varnarefnaleifar allt að aðgerðarmörkum, sbr. viðauka 1.

Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að vörutegundir sem hér eru á markaði séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.


4. gr.
Magn varnarefnaleifa.

Þegar hámarksgildi tiltekinna varnarefnaleifa eru ekki tilgreind fyrir ákveðna vörutegund í viðaukum 2, 4 og 5 en rannsóknir sýna að efnin finnast í vörutegundinni, er hámarksgildi jafnt hæsta magni sem leyft er fyrir viðkomandi efni. Umhverfisstofnun er þó heimilt að leyfa tímabundna sölu matvæla, sem innihalda þau efni sem um ræðir, þegar ekki er talin hætta á heilsutjóni vegna neyslu þeirra.

Þegar gildi í viðauka 2 er sett fyrir tiltekinn flokk matvæla gildir það fyrir allan flokkinn, nema þar sem sérstök gildi eru sett fyrir tilteknar afurðir.


5. gr.
Sýnatökur.

Aðferðir við sýnatöku og aðra meðhöndlun sýna fyrir mælingar á varnarefnaleifum í matvælum skulu vera í samræmi við reglugerð um sýnatökur og meðhöndlun sýna fyrir mælingar á aðskotaefnum í matvælum, nr. 736/2003.


6. gr.
Rannsóknir og meðferð gagna.

Umhverfisstofnun gerir árlega sýnatökuáætlun sem eftirlitsaðilar skulu fara eftir við sýnatökur á matvælum til mælinga á leifum varnarefna í matvælum.


7. gr.
Eftirlit.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt nema annað sé ákveðið í lögum eða reglugerð.


8. gr.
Þvingunarúrræði.

Ef matvæli innihalda varnarefnaleifar umfram leyfileg hámarksgildi reglugerðarinnar skal eftirlitsaðili, að fengnum tilmælum Umhverfisstofnunar um aðgerðir byggðar á áhættumati, grípa til aðgerða á grundvelli XI. kafla laga um matvæli, nr. 93/1995.

Hafi eftirlitsaðili ástæðu til að ætla að tiltekin matvæli innihaldi varnarefnaleifar umfram leyfileg hámarksgildi skv. 3. og 4. gr., eða sem geti valdið tjóni á heilsu, er honum heimilt að fengnum tilmælum Umhverfisstofnunar um aðgerðir byggðar á áhættumati, að stöðva afgreiðslu og aðra dreifingu vörunnar. Slíkar ástæður geta t.d. verið niðurstöður fyrri athugana á matvælum frá sama framleiðslustað, sama ræktunarsvæði eða sama vinnsluaðila, eða vegna tilkynninga erlendis frá. Ef innflytjandi, framleiðandi eða dreifingaraðili óskar eftir því að fá að dreifa slíkri vöru, skal Umhverfisstofnun meta hvaða rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að ganga úr skugga um heilnæmi hennar. Rannsóknir skulu vera á kostnað þess aðila sem óskar dreifingar vörunnar.

Um valdsvið og þvingunarúrræði fer að öðru leyti samkvæmt 30. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.


9. gr.
Viðurlög.

Um viðurlög fer samkvæmt 31. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.


10. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um matvæli, nr. 93/1995 sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í 4. tölul., XII. kafla, II. viðauka (tilskipun 76/895/EBE, tilskipun 86/362/EBE, tilskipun 86/363/EBE, tilskipun 90/642/EBE, tilskipun 93/57/EBE, tilskipun 93/58/EBE, tilskipun 94/29/EB, tilskipun 94/30/EB, tilskipun 95/38/EB, tilskipun 95/39/EB, tilskipun 95/61/EB, tilskipun 96/32/EB, tilskipun 96/33/EB, tilskipun 97/41/EB, tilskipun 97/71/EB, tilskipun 98/82/EB, tilskipun 1999/65/EB, tilskipun 99/71/EB, tilskipun 2000/24/EB, tilskipun 2000/42/EB, tilskipun 2000/48/EB, tilskipun nr. 2000/57/ESB, tilskipun nr. 2000/58, tilskipun nr. 2000/81/ESB, tilskipun nr. 2000/82/EB, tilskipun nr. 2001/35, tilskipun nr. 2001/39/EB, tilskipun 2001/48/ESB, tilskipun 2001/57/EB, tilskipun 2002/5/EB, tilskipun 2002/23/EB, tilskipun 2002/42/EB, tilskipun 2002/66/EB, tilskipun 2002/71/EB, tilskipun 2002/76/EB, tilskipun 2002/79/EB, tilskipun 2002/97/EB, tilskipun 2002/100/EB, tilskipun 2003/60/EB og tilskipun 2003/62/EB).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma falla úr gildi 6. og 9. gr. og 2. og 7. viðauki í reglugerð um aðskotaefni í matvælum, nr. 284/2002. Einnig falla úr gildi reglugerðir nr. 286/2003, 384/2003 og 555/2003 um breytingar á reglugerð um aðskotaefni í matvælum, nr. 284/2002.


Umhverfisráðuneytinu, 22. janúar 2004.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.VIÐAUKI 1
Aðgerðarmörk fyrir varnarefnaleifar.


Aðgerðarmörk svara til hámarksgildis að viðbættri óvissu í a.m.k. tveimur mælingum. Óvissa í mælingu skal þó aldrei vera hærri en sem nemur:

M * (0,02 + 2-1/2(4+logM))


Þar sem M er leyfilegt hámarksgildi í mg/kg. Aðgerðarmörk hámarksgildisins M verða því:

M * (1,02 + 2-1/2(4+logM))

Dæmi um notkun jöfnu fyrir aðgerðarmörk:

Hámarksgildi, mg/kg
Reiknuð aðgerðarmörk, mg/kg
0,01
..............................................................................
0,015
0,05
..............................................................................
0,071
0,10
..............................................................................
0,140
1
..............................................................................
1,27
10
..............................................................................
12,0
100
..............................................................................
114
200
..............................................................................
226
1000
..............................................................................
1108
50.000
..............................................................................
53.453
VIÐAUKI 3
Lýsing á tollskrárnúmerum.

Tollskrárnúmer Lýsing
0201 Kjöt af dýrum af nautgripakyni, nýtt eða kælt
0202 Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst
0203 Svínakjöt, nýtt, kælt eða fryst
0204 Kinda- eða geitakjöt, nýtt, kælt eða fryst
0205 Kjöt af hrossum, ösnum, múlösnum eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst
0206 Ætir hlutar af dýrum af nautgripakyni, svínum, kindum, geitum, hestum, ösnum, múlösnum eða múldýrum, nýtt, kælt eða fryst
0207 Kjöt og ætir hlutar af alifuglum í nr. 0105 (hænsni af tegundinni Gallus domesticus, endur, gæsir, kalkúnar og perluhænsni), nýtt, kælt eða fryst
0208
0208.10
úr 0208.90
Annað kjöt og ætir hlutar af dýrum, nýtt, kælt eða fryst
Af kanínum eða hérum
Af eldisdúfum og veiðibráð
0209 Svínafita, án magurs kjöts, og alifuglafita, ekki brædd eða úrdregin á annan hátt, ný, kæld, fryst, söltuð, í saltlegi, þurrkuð eða reykt.
0210 Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum
0401 Mjólk og rjómi, þó ekki kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni
0402 Mjólk og rjómi, kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni
0403 Áfir, hleypt mjólk og rjómi, jógúrt, kefír og önnur gerjuð eða sýrð mjólk og rjómi, einnig kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, eða bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakaói
0404 Mysa, einnig kjörnuð eða með viðbættum sykri eða öðru sætiefni; vörur úr náttúrlegum efnisþáttum mjólkur, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, ót.a.
0405 Smjör og önnur fita og olía fengið úr mjólk; mjólkurviðbit
0406 Ostur og ystingur
úr 0407 Fuglsegg, í skurn, ný, varin skemmdum eða soðin, nema egg til útungunar og egg og eggjarauða ætluð til annarra nota en til næringar
úr 0408 Fuglsegg, skurnlaus, og eggjarauða, nýtt, þurrkað, soðið í gufu eða vatni, mótað, fryst eða varið skemmdum með öðrum hætti, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætiefni, nema egg og eggjarauða ætluð til annarra nota en til næringar.
1601 Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum.
1602 Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum.
úr 1902.20 Pasta, einnig soðin eða fyllt (með kjöti eða öðrum efnum) eða unnin á annan hátt, svo sem spaghettí, makkarónur, núðlur, lasagne, gnocchi, ravíólí, kannellóní; couscous, einnig unnið
- Fyllt pasta, einnig soðin eða unnin á annan háttVIÐAUKI 6
Flokkun ávaxta og grænmetis.

HÓPUR ÍSLENSKT HEITI ENSKT HEITI HLUTI MATVÆLA SEM HÁMARKSGILDI Á VIÐ
1. Ávextir; ferskir, þurrkaðir, ósoðnir, varðir með frystingu, en ekki með viðbættum sykri.
(i) SÍTRUSÁVEXTIR CITRUS
Appelsínur Oranges, sweet Allur ávöxturinn.
Mandarínur Mandarins
Sítrónur Lemons
Greipaldin Grapefruit
Pómelóaldin Pomelo
Súraldin Limes
Appelsínur, beiskar Oranges, bitter
 
(ii) TRJÁHNETUR TREE NUTS
Möndlur Almonds Ávöxturinn eftir
Brasilíuhnetur Brazil nuts að skel hefur verið
Kasúhnetur Cashew nuts fjarlægð.
Kastaníuhnetur Chestnuts
Kókoshnetur Coconuts
Heslihnetur Hazelnuts
Makademíahnetur Macadamia nuts
Pekanhnetur Pecans
Furuhnetur Pine nuts
Pistasíuhnetur (hjartaaldin) Pistachios
Valhnetur Walnuts
 
(iii) KJARNAÁVEXTIR POME FRUITS
Epli Apples Allur ávöxturinn eftir
Perur Pears að stilkur hefur
Kveði Quinces verið fjarlægður.
 
(iv) STEINALDIN STONE FRUITS
Apríkósur Apricots Allur ávöxturinn eftir
Kirsuber Cherries að stilkur hefur
Ferskjur Peaches verið fjarlægður.
Nektarínur Nectarines
Plómur Plums
 
(v) BER OG AÐRIR SMÁIR ÁVEXTIR BERRIES AND OTHER SMALL FRUITS
a) Vínber Table and vine grapes Allur ávöxturinn eftir
að stilkur og hettur hafa
b) Jarðarber (önnur en villt) Strawberries(other than wild) verið fjarlægð.
Rifsber með stilk.
c) Reyr ávextir Cane fruits
(aðrir en villtir) (other than wild)
Brómber Blackberries
Blá hindber Dewberries
Loganber Loganberries
Hindber Raspberries
d) Aðrir smáávextir og ber Other small fruits and
(annað en villt) berries (other than wild)
Bláber Billberries
Trönuber Cranberries
Rifsber - rauð og hvít Currants, red, white
Sólber Currants, black
Garðaber Gooseberries
e) Villt ber og Wild berries and
villtir ávextir wild fruits
 
(vi) ÝMSIR ÁVEXTIR MISCELLANEOUS FRUITS
Lárperur Avocado Allur ávöxturinn
Bananar Banana eftir að stilkur (ef einhver er)
Döðlur Dates hefur verið fjarlægður og
Fíkjur Figs jarðvegur (ef einhver er)
með hreinsun í
Kíví (loðber) Kiwi fruit í rennandi vatni.
Dvergappelsína Kumquats Fjarlægja skal
Litkaber Litchis kórónuna á ananas.
Mangó Mango
Ólífur Olives
Ástaraldin Passion fruit
Ananas Pineapple
Granatepli Pomegranate
 
2. Grænmeti, ferskt eða ósoðið, frosið eða þurrt.
(i) RÓTAR- OG HNÝÐIS- ROOT AND TUBER
GRÆNMETI VEGETABLES
Rauðrófur Beetroot Allt grænmetið eftir
Gulrætur Carrots að toppkál og jarðvegur
Hnúðselja Celeriac hefur verið hreinsaður
Piparrót Horseradish af (ef með þarf) með
Ætifífill Jerusalem artichokes rennandi vatni eða léttri
Nípa Parsnip burstun á þurru grænmeti.
Steinseljurót Parsley root
Hreðkur (radísur) Radishes
Hafursrót Salsify
Sætuhnúðar Sweet potatoes
Gulrófur Swedes (swedish turnips)
Næpur Turnips
Kínakartöflur Yam
 
(ii) LAUKAR BULB VEGETABLES
Hvítlaukur Garlic Ef hvítlaukar, laukar og
Laukur Onions skalotlaukar eru þurrir, skal
Skalotlaukur (askalonlaukur) Shallots taka af auðleysanlegt hýði
Perlulaukur Spring onions og jarðveg. Hvítlaukur, laukur
og skalotlaukur, annað en
þurrt og perlulaukur, allur
eftir að rætur og jarðvegur
hefur verið fjarlægður.
 
(iii) GRÆNMETISALDIN FRUITING VEGETABLES
a) Kartöfluætt
Tómatar Tomatoes Allt grænmetið eftir að
Paprikur Peppers, stilkur hefur verið fjarlægður.
Eggaldin Aubergines
b) Graskersætt - neysluhæft hýði
Gúrkur Cucumbers
Þrúgugúrkur Gherkins
Grasker Courgettes - zucuni
c) Graskersætt - óneysluhæft hýði
Melónur Melons
Grasker Squashes - pumkins
Vatnsmelónur Watermelons
d) Maís, korn Sweet corn (kernels) Ytri blöð fjarlægð.
Maískólfar Sweet corn (corn-on-the-cob)
 
(iv) KÁL BRASSICA VEGETABLES
a) Blómstrandi kál
Spergilkál Broccoli Aðeins sjálft höfuðið.
Blómkál Cauliflower
b) Höfuðkál
Rósakál Brussels sprouts Skemmd blöð (ef einhver)
Höfuðkál Head cabbage fjarlægð.
c) Blaðkál
Kínakál Chinese cabbage
Grænkál Kale
d) Hnúðkál Kohlrabi Öll afurðin eftir að
stönglar, blöð og mold
hefur verið fjarlægt.
 
(v) BLAÐGRÆNMETI OG LEAF VEGETABLES AND
FERSKAR KRYDDJURTIR FRESH HERBS
a) Karsi (garðperla) Cress, garden Allt grænmetið, eftir að
Vorsalat Lambs lettuce (corn salad) skemmd ytri blöð, rætur og
Íssalat Iceberg lettuce jarðvegur hefur verið fjarlægt.
Vetrarsalat Endive
b) Spínat Spinach
Blaðbeðja (strandblaðka) Beet leaves (chard)
c) Vatnakarsi Water cress
d) Jólasalat Witloof chicory (sprouts)
e) Kryddjurtir
Kerfill Chervil
Graslaukur Chives
Blaðselja Celery leaves
Steinselja Parsley
 
(vi) ERTUR OG BELG- LEGUME VEGETABLES
ÁVEXTIR (FERSKIR) (FRESH)
Baunir (með fræbelg) Beans (greenpods) Allur ávöxturinn án
Baunir (án fræbelgs) Beans, shelled fræbelgs eða með fræbelg
Ertur (með fræbelg) Peas (pods and succulent) ef hann er ætlaður til
Ertur (án fræbelgs) Peas, shelled neyslu.
 
(vii) STILKGRÆNMETI STEM VEGETABLES
Spergill Aspargus Allt grænmetið, eftir
Fingrakornblóm Cardoons að skemmd blöð, jarð-
Stilkselja Celery vegur og rætur hafa
Fennika (sígóð) Fennel, bulb verið fjarlægð.
Ætiþistill Globe artichokes
Blaðlaukur Leek
Rabarbari Rhubarb
(viii) SVEPPIR FUNGI
Ætisveppir Cultivated mushrooms Allur sveppurinn.
Villtir ætisveppir Wild mushrooms
 
3. BELGJURTIR PULSES
(ÞURRKAÐAR)
Baunir Beans
Linsubaunir Lentils
Ertur Peas
 
4. OLÍUFRÆ OIL SEEDS
Hörfræ Linseed Allt fræið eða kjarninn
Jarðhnetur Peanuts eftir að skelin eða hýðið
Valmúafræ (birki) Poppy seed hefur verið fjarlægt ef
Repjufræ Rape seed unnt er. Mælist annars með
Sesamfræ Sesame seed skel.
Sólblómafræ Sunflower seed
Sojabaunir Soya bean
Baðmullarfræ Cotton seed
Sinnepsfræ Mustard
 
5. KARTÖFLUR (JARÐEPLI) POTATOES Jarðvegur skolaður af með
vatni eða léttri burstun
af þurri vöru.
 
6. TE TEA Þurrkuð lauf og stilkar,
einnig gerjað, öll afurðin.
 
7. HUMALL HOPS Þ.m.t. humaltöflur og
óblandað duft. Öll afurðin.
 
8. KRYDD SPICES Öll afurðin.
Kúmenfræ Cumin seeds
Einiber Juniper berries
Múskat Nutmeg
Pipar, svartur og hvítur Pepper, black and white
Vanillufræ Vanilla pods
 
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica