Umhverfisráðuneyti

198/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur. - Brottfallin

1. gr.

Liður 5.3, Önnur steinefni í viðauka II, Samsetning stoðblandna verður svohljóðandi:
5.3. Önnur steinefni.
Styrkleikinn er að minnsta kosti sá sami og venjulega er í kúamjólk, minnkaður þar sem við á, í sama hlutfalli og próteinstyrkleiki stoðblandnanna gagnvart próteinstyrkleika kúamjólkur. Dæmigerð samsetning kúamjólkur er sýnd til leiðbeiningar í viðauka VI.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin er sett með hliðsjón af II. viðauka, XII. kafla EES samningsins (tilskipun 91/321/EEC og 96/4/EB). Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 727/2001 um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 13. mars 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Stefánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica