Leita
Hreinsa Um leit

Landbúnaðarráðuneyti

484/1998

Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. - Brottfallin

I. KAFLI

Um frágang, vigtun og kjötmat.

1. gr.

Allar sláturafurðir sem fluttar eru á erlendan markað eða til sölu innanlands skal flokka og merkja eftir tegundum og gæðum samkvæmt reglum í viðaukum I til V með þessari reglugerð.

2. gr.

Áður en mat og innvigtun fer fram skal gengið frá skrokkum og þeir snyrtir á eftirfarandi hátt:

Af skrokkum skal fjarlægja:

a)             Hálsæðar og gæta þess að nema í burtu blóðlifrar við stungusár á hálsi,

b)            kirtla og tægjur úr brjóstholsinngangi (hósti),

c)             mör og fituklepra úr grindar-, kviðar- og brjóstholi og skal þess sérstaklega gætt að hreinsa í burt nýrnamör og fituhellu af magál,

d)            getnaðarlim að rótum aftan við lífbein,

e)             fitumakka af hrossum.

Kljúfa skal bringu á sauðfjárskrokkum og skera dindil við rót.

Kjötmatsformaður gefur út verklýsingar um snyrtingu og sundurhlutun og skulu kjötmatsmenn fylgjast með því að farið sé eftir þeim.

3. gr.

Þegar skrokkar hafa verið skolaðir, skal snyrta þá eftir tilvísum kjötskoðunarlæknis. Fætur skulu fylgja svínaskrokkum. Ef hár eða önnur óhreinindi sjást á kjötinu á þessu verkunarstigi, skal það hreinsað vandlega, áður en vigtun og gæðamat fer fram. Takist með snyrtingu að nema á brott galla eða lýti á skrokk svo sem marbletti, bólusetningarör o.fl. án þess að verðgildi þess sem eftir verður sé skert að mati kjötmatsmanns, skal ekki fella skrokkinn í gæðamati, enda hafi kjötskoðunarlæknir flokkað hann í 1. heilbrigðisflokk. Ella flokkist kjötið og merkist eftir því sem við á skv. nánari ákvæðum í viðaukum með þessari reglugerð. Yfirdýralæknir samræmir vinnureglur um þessa snyrtingu.

4. gr.

Skrokkar af nautgripum, hrossum og svínum skulu klofnir að endilöngu eftir miðri hryggsúlu, án þess að skerða vöðva sitt hvoru megin á hryggnum. Hreinsa skal burt mænu að lokinni heilbrigðisskoðun og fjarlægja allar leifar af þind. Séu bakvöðvar eða lundir skemmdar við sögun, skal skrokkurinn felldur í mati. Skipting í fjórðunga skal ekki fara fram fyrr en eftir kælingu þar sem því verður við komið. Huppa og síður skal fjarlægja af öllu hrossakjöti samkvæmt nánari fyrirmælum kjötmatsformanns. Þó er annars konar skipting á hrossakjöti í fjórðunga heimil ef sérstaklega er um það samið.

5. gr.

Kjötmatsformaður getur, að fengnu samþykki yfirdýralæknis að því er varðar heilbrigðisþætti, heimilað að vikið sé frá ákvæðum 2. og 3. gr. um frágang og snyrtingu ef markaðsaðstæður krefjast.

6. gr.

Vogir til vigtunar á kjöti og öðrum sláturafurðum, skulu vera löggiltar. Þær skulu vera með hámarksskerðingu 50 gr. Hæklajárn, brautarkrókar og rúllur skulu vera úr ryðfríu efni og af staðlaðri stærð og þyngd í hverju húsi og úr ryðfríu efni.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. um hámarksskerðingu er heimilt að nota áfram vogir sem löggiltar hafa verið fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, þó svo þær hafi 100 gr. skerðingu.

7. gr.

Vigtun og gæðamat skal fara fram innan 24 klst. frá slátrun, enda hafi heilbrigðisskoðun farið fram. Óheimilt er að flytja sláturafurðir úr sláturhúsi án vigtunar og gæðamats. Skylt er að vigta hvern einstakan skrokk sér.

Framleiðanda er heimilt að fylgjast með innvigtun sláturafurða sinna, en því aðeins að hann valdi ekki töfum né trufli kjötmatsmenn í starfi.

Allir á athafnasvæði sláturhúsa skulu hlíta sömu reglum um klæðnað, vinnubrögð og umgengni og starfsfólk sláturhúsanna.

Ef innvigtun kjöts og annarra sláturafurða fer fram fljótlega eftir slátrun þ.e. strax eftir hreinsun og snyrtingu, er heimilt að draga frá vigtinni þá sannanlegu rýrnun er fram kemur við fyrstu tíu klukkustunda kælingu í kjötsal sláturhúss og staðfest er af landbúnaðarráðuneytinu að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Landsamtökum sláturleyfishafa.

Gæðamat á nautgripakjöti skal ávallt fara fram daginn eftir slátrun. Löggiltur vigtarmaður skal annast vigtun og ber honum að sjá um, að vog sé löggilt og hafa daglegt eftirlit með vog sinni.

8. gr.

Sláturleyfishafi skal halda daglega skrá yfir fjölda sláturdýra af hverri búfjártegund, flokkun og þyngd.

 

II. KAFLI

Merking á sláturafurðum.

9. gr.

Við gæðamat skal festa merkimiða tryggilega á hvern skrokk eða hluta úr skrokk. Á miða skal skráð skýrum stöfum nafn eða skammstöfun sláturleyfishafa og númer sláturhúss þar sem slátrað er, ásamt tegundaheiti kjötsins og gæðaflokksmerki. Kjötmatsformaður staðfestir gerð og frágang merkimiða og ákveður leturgerð.

Sama merking gildir einnig um aðrar sláturafurðir en kjöt, eftir því sem við á. Á merkimiða skal einnig stimpla sláturdag og ár.

Heimilt er að prenta viðbótarupplýsingar á merkimiðann, t.d. strikamerki, fallþunga, nafn innleggjanda, býlisnúmer og nafn kaupanda.

Gæða- og/eða fituflokkar skulu aðgreindir með mismunandi litum merkimiðum samkvæmt fyrirmælum í viðaukum með reglugerð þessari.

10. gr.

Þegar sláturleyfishafi og heildsölufyrirtæki afgreiðir kjöt í heilum skrokkum, helmingum, fjórðungum eða sundurhlutað, er skylt að láta fylgja hverju stykki eða pakkningu tegundarheiti og gæðaflokksmerki kjötmatsins.

III. KAFLI

Um störf kjötmatsformanns.

11. gr.

Ráðherra skipar kjötmatsformann til fimm ára í senn.

Kjötmatsformaður skal:

- hafa forystu um mótun á reglum um gæðamat og flokkun á kjöti;

- ákveða hvaða kröfur á að gera til kjötmatsmanna;

- skipuleggja námskeið fyrir kjötmatsmenn;

- meta og staðfesta hæfni kjötmatsmanna og setja þeim erindisbréf;

- með reglubundnum hætti fylgjast með og samræma störf og starfsaðferðir kjötmats-

manna;

- leiðbeina kjötmatsmönnum um gæðamat;

- skera úr ágreiningi um gæðamat og störf kjötmatsmanna;

- gera athuganir á kjöti og sláturafurðum, framkvæma yfirmat að beiðni kaupanda eða

seljanda vörunnar, enda fylgi rökstuðningur slíkri beiðni;

- sjá til þess að safnað sé upplýsingum um gæðamat á kjöti og að þær séu til reiðu á

aðgengilegu formi.              

Kjötmatsformaður getur ráðið aðstoðarfólk til einstakra verka enda uppfylli það hæfnikröfur sem hann setur.

12. gr.

Ríkissjóður greiðir allan kostnað af starfi kjötmatsformanns. Annan kostnað er hljótast kann af yfirmati greiðir sá er um það biður. Sláturleyfishafar skulu greiða kjötmatsmönnum sínum laun, svo og kostnað vegna ferða og dvalar, vegna námskeiða sem matsmönnunum er skylt að sækja samkvæmt fyrirmælum kjötmatsformanns. Þeir sem sækja námskeið á eigin vegum greiði allan kostnað sjálfir sem af því hlýst.

13. gr.

Nú verður kjötmatsformaður þess var að sláturleyfishafi eða annar aðili brýtur gegn ákvæðum laga og reglugerða um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, og ber honum þá að skýra hlutaðeigandi lögreglustjóra frá því tafarlaust.

 

IV. KAFLI

Um þjálfun, störf og skyldur kjötmatsmanna.

14. gr.

Sérhver sláturleyfishafi skal ráða einn eða fleiri kjötmatsmenn á hvern sláturstað. Kjötmatsformaður skal samþykkja fjölda þeirra og hæfni og setja þeim erindisbréf þar sem fram komi: a. starfssvið, b. starfsskyldur, c. siðareglur.   

Kjötmatsmenn skulu hafa lokið námskeiði í kjötmati og fengið réttindi til að meta kjöt. Starfandi kjötmatsmenn skulu sækja námskeið, að hluta eða öllu leyti, ef kjötmatsformaður mælir svo fyrir. Á kjötmatsnámskeiðum skal lögð áhersla á:

a.             Að þekkja aldur sláturfénaðar og helstu einkenni í byggingu einstakra búfjár

tegunda.

b.             Að gera matsmönnum grein fyrir mismunandi verðmæti einstakra skrokkhluta og

áhrifum mismunandi byggingarlags og fitu á verðgildi þeirra.

c.             Að kenna matsmönnum matsreglur og hvaða aðferðir eru bestar við framkvæmd

matsins.

d.             Verklegar æfingar við kjötmat og merkingu kjöts.

e.             Vinnubrögð í sláturhúsi þ. á m. meðferð og frágang á kjöti til frystingar eða neyslu.

f.              Helstu þætti við heilbrigðisskoðun kjöts og sláturafurða.

15. gr.

Kjötmatsmaður annast mat, flokkun og merkingu á kjöti eftir reglum sem settar eru í þessum efnum. Kjötmatsmaður skal gera verkstjóra og kjötskoðunarlækni aðvart, ef hann telur sláturstörfum áfátt, sérstaklega þeim er lúta að þrifnaði og vöruvöndun. Kjötmatsmaður skal ávallt gæta fyllsta hlutleysis í störfum sínum og þess skal gætt að önnur störf hans hjá sláturleyfishafanum valdi ekki vanhæfi eða torveldi honum matsstörfin.

Kjötmatsmaður skal ganga ríkt eftir því að heilbrigðisskoðun fari fram áður en flokkun og merking hefst.

16. gr.

Kjötmatsmaður, innleggjandi, kaupandi kjöts eða sláturleyfishafi geta skotið ágreiningi um gæðamat til kjötmatsformanns.

Kjötmatsmaður getur, ef henta þykir, verið kjötskoðunarlækni til aðstoðar við heilbrigðisskoðun sláturafurða í sláturhúsi enda hafi hann fengið þjálfun til þess.

 

V. KAFLI

Refsiákvæði og gildistaka.

17. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt ákvæðum 21. gr. laga nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum. Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.

18. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

Við gildistöku falla úr gildi kaflar II, V, VI og VII í reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða með áorðnum breytingum. Auk þess falla úr gildi 11., 12., 14. og 15. gr. í I. kafla í sömu reglugerð.

Landbúnaðarráðuneytinu, 28. júlí 1998.

 

Guðmundur Bjarnason.

______________

Jón Höskuldsson.

 

VIÐAUKI I

Kindakjöt.

1. Sauðfjárskrokkum er skipt í eftirfarandi grunnflokka eftir aldri og kynferði:

a. Skrokkar af gimbrarlömbum að tólf mánaða aldri og skrokkar af hrútlömbum

sem slátrað er fyrir 20. október og eftir 1. mars, svo og skrokkar af geltum hrútlömbum, að 12 mánaða aldri, enda hafi þau verið gelt í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir slátrun. Þeir skulu auðkenndir með bókstafnum D.

b. Skrokkar af veturgömlum gimbrum og geldingum, 12-18 mánaða. Þeir skulu

auðkenndir með bókstafnum V.

c. Skrokkar af veturgömlum hrútum sem slátrað er fyrir 10. október. Þeir skulu

auðkenndir með bókstöfunum VH.

d. Skrokkar af fullorðnum ám og sauðum, eldri en 18 mánaða. Þeir skulu auð-

kenndir með bókstafnum F.

e. Skrokkar af fullorðnum og veturgömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október

og lambhrútum sem slátrað er frá 20. október - 1.mars. Þeir skulu auðkenndir

með bókstafnum H.

2.             Dilkakjöt í heilbrigðisflokki 1 skal flokkað eftir vaxtarlagi og holdfyllingu annars vegar og eftir fitustigi hins vegar. Heimilt er að skipta flokkunum í mesta lagi í þrjá undirflokka. Yfirkjötmat ríkisins ákveður fjölda undirflokka í samráði við hagsmunaðila. Í viðauka I og II með reglugerð þessari eru lýsingar á holdfyllingar- og fituflokkum dilkaskrokka. Við fituflokkun er stuðst við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. 11 sm frá miðlínu hryggjar.

3.             Til viðbótar skal meta sérstaklega þá skrokka sem vegna verkunargalla, marbletta eða annarra áverka teljast gölluð vara. Slíkir skrokkar skulu merktir með X eða XX eins og að neðan greinir:

X             Skrokkar með minniháttar mar eða verkunargalla.

XX          Skrokkar mikið marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verkunargalla.

Einnig skrokkar með blóðlitaða fitu eða fitu sem ekki storknar.

4. Heimilt er að merkja skrokka í þyngdarflokka eftir óskum sláturleyfishafa eða kaupenda hverju sinni.

5.             Skrokka af veturgömlum gimbrum, fullorðnum ám og sauðum svo og hrútum í heilbrigðisflokki 1 skal meta eftir holdfyllingu og fitustigi eins og gefið er upp í töflu III. Stuðst skal við mælingar á fituþykkt á síðu við næstaftasta rif u.þ.b. 13 sm frá miðlínu hryggjar eftir stærð skrokka.

6.             Kindakjöt í heilbrigðisflokki 2.

Allt kindakjöt sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970, skal merkt þannig:

a. Kjöt af dilkum, D IV

b. Kjöt af fullorðnu fé, veturgömlu og eldra, F IV

7.             Um merkingu kindakjöts til útflutnings.

Kindakjöt sem ætlað er til sölu á erlendum markaði, er heimilt að merkja eftir reglum og venjum, sem gilda í viðkomandi landi, en því aðeins að kjötið standist þær kröfur sem í merkingunum felast. Landbúnaðarráðuneytið ákveður slíkar merkingar í samráði við kjötmatsformann og seljendur kjötsins.

 

 

 

Holdfylling og byggingarlag skrokka.

Stafur

Holdfylling

Lýsing

 

 

 

Allar útlínur mjög kúptar

 

 

 

 

E

Ágæt

Læri:

Ágætlega fyllt

 

 

Hryggur:

Ágætlega breiður og fylltur

 

 

Frampartur:

Ágætlega fylltur

 

 

Útlínur að mestu kúptar

U

Mjög góð

Læri:

Vel fyllt

 

 

Hryggur:

Vel fylltur

 

 

Frampartur:

Vel fylltur

 

 

Útlínur að mestu beinar

R

Góð

Læri:

Jafnfyllt eða góð

 

 

Hryggur:

Jafnfylltur

 

 

Frampartur:

Jafnfylltur

 

 

Útlínur nokkuð íhvolfar

O

Sæmileg

Læri:

Lítillega innfallin

 

 

Hryggur:

Skortir breidd og fyllingu

 

 

Frampartur:

Smár. Skortir fyllingu

 

 

Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar

P

Rýr

Læri:

Innfallin eða mjög innfallin

 

 

Hryggur:

Smár, innfallinn með útistandandi beinum

 

 

Frampartur:

Smár, flatur og með útistandandi beinum

 

Fituflokkar lambakjöts:

Fituhula utan á skrokk og fitusöfnun í brjóstholi.

Fituþykkt við næstaftasta rif u.þ.b. 11 sm frá miðlínu hryggjar.

Fituflokkar

 

 

Nánari ákvarðanir

1 Mjög lítil fita

Utan á skrokk

 

Vottur af fitu eða engin sýnileg fita

Síðufita < 5 mm

 

Brjósthol

Vottur af fitu eða engin sýnileg fita á milli rifja

 

 

 

 

2 Lítil fita

Utan á skrokk

 

Þunnt fitulag þekur hluta skrokksins nema helst á bógum og lærum

Síðufita < 8 mm

 

Brjósthol

Vöðvar sjást greinilega á milli rifja

 

 

 

 

3 Eðlileg fita

Utan á skrokk

 

Skrokkur allur eða að hluta þakinn léttri fituhulu. Aðeins meiri fitusöfnun við dindilrótina

Síðufita < 11 mm

 

Brjósthol

Vöðvar sjást enn á milli rifja

 

 

 

 

3+

Utan á skrokk

 

Skrokkur að mestu leyti þakinn fituhulu

Síðufita < 14 mm

 

Brjósthol

Fitusprenging í vöðvum á milli rifja.

 

 

 

 

4 Mjög mikil fita

Utan á skrokk

 

Skrokkur að mestu leyti með þykkri fituhulu, sem getur verið þynnri á bógum og lærum

Síðufita < 18 mm

 

Brjósthol

Fitusprenging í vöðvum á milli rifja. Áberandi fita á rifjum

 

 

 

 

5 Óhóflega mikil fita

Utan á skrokk

 

Mjög þykk fituhula á öllum skrokk. Greinileg fitusöfnun

Síðufita > 18 mm

 

Brjósthol

Vöðvar milli rifja fitusprengdir. Óhófleg fitusöfnun á rifjum

 

 

 

 

Leyfileg frávik frá ofangreindum fitumörkum eru +/- 1 mm eftir fitudreifingu skrokksins eftir nánari fyrirmælum kjötmatsformanns.

HOLDFYLLINGAR OG FITUFLOKKAR OG FITUMÖRK FYRIR SKROKKA AF FULLORÐNU FÉ.

P = mjög rýrir skrokkar

R = sæmilegir og góðir skrokkar

R-flokkurinn skiptist í fituflokka:

Fituflokkar V, VH, F og H skrokka

3

 

4

 

 

 

<15 mm

 

>15 mm

Miðað við þykkt fitu ofan á næstaftasta rifi u.þ.b. 11-13 sm frá miðlínu hryggjar eftir stærð skrokka.

 

VIÐAUKI II

Nautgripakjöt.

Skilgreining á fituþykkt:

Þykkt fitu yfir bakvöðva mælist frá yfirborði hryggjar að bakvöðva á milli 10. og 11. rifbeins.

Skrokka af nautgripum skal meta og merkja sem hér segir:

1. Ungkálfakjöt.

Skrokka af kálfum yngri en þriggja mánaða:

MK, séu þeir með hvítt kjöt og vel holdfylltir.

UK I, séu þeir vel holdfylltir, kjötið ljóst og fallegt og ekki léttari en 30 kg.

UK II, séu þeir svipaðir að útliti og UK I og vegi 15-30 kg.

UK III, séu þeir af nýfæddum kálfum og vegi innan við 15 kg eða af kálfum allt að þriggja mánaða aldri, sem vegna rýrðar og útlits komast ekki í UK I eða UK II, þótt þyngd leyfi.

2. Alikálfakjöt.

Skrokka af kálfum þriggja til tólf mánaða:

AK I, séu þeir vel holdfylltir, einkum læri og bak, kjötið ljóst og fíngert og vegi a.m.k. 85 kg. Fita sé ljós og myndi sem jafnastan hjúp um skrokkinn.

AK II, sé holdafar og útlit sæmilegt og þeir vegi a.m.k. 40 kg.

AK III, skrokkar sem ekki fara í AK I eða AK II vegna rýrðar, útlitsgalla eða þyngdar.

3. Ungneytakjöt.

Skrokka af nautum, uxum og kvígum 12 til 30 mánaða. Ungneytakjöt skal flokkað eftir vaxtarlagi og vöðvafyllingu annars vegar og fitustigi hins vegar. Vaxtarlagsflokkar eru þrír, Úrvalsflokkur, I. flokkur og II. flokkur. Fituflokkarnir eru fimm M, M+, A, B og C. Yfirkjötmatið skal gefa út skýringarmyndir af þessum flokkum:

a.             Í Úrvalsflokk skal meta þéttvaxna og vel vöðvafyllta skrokka, einkum á lærum og baki.

                Í I. flokk skal meta þokkalega vöðvafyllta skrokka, einkum á lærum og baki.

                Í II. flokk skal meta illa vöðvafyllta og rýra skrokka.

b.             Fituflokkun skal byggjast á sjónmati og skulu mælingar á fituþykkt yfir bakvöðva hafðar til viðmiðunar. Fitumörk fara eftir þyngd skrokka samkvæmt eftirfarandi töflu.

Í M fituflokk eru metnir skrokkar með litla eða enga fituhulu.

Í M+ eru metnir skrokkar með litla fituhulu ef kjötið ber augljós merki góðrar fóðrunar.

Í A fituflokk eru metnir skrokkar með jafna þunna fituhulu.

Í B fituflokk eru metnir skrokkar með mikla fituhulu.

Í C fituflokk eru metnir skrokkar með mjög mikla fituhulu.

c. Við mat og merkingu á skrokkum skal þyngdarflokkur vera skráður samkvæmt

                eftirfarandi töflu:

Þungi skrokka í kg.

Fitumörk í millimetrum.

 

 

 

 

 

 

 

M

M+

A

B

C

_ 140

0-1

1-2

2-5

6-10

11+

141 - 160

0-1

1-2

2-5

6-10

11+

161 - 180

0-2

1-2

3-6

7-11

12+

181 - 200

0-2

1-2

3-6

7-11

12+

201 - 220

0-3

1-3

4-8

9-12

13+

221 - 240

0-3

1-3

4-8

9-12

13+

> 240

0-4

1-4

5-9

10-13

14+

               

4. Bolakjöt.

Skrokka af nautum og uxum 30 mánaða og eldri:

Þeir skulu merktir Vinnslukjöt N.

5. Kýrkjöt.

Skrokka af kúm skal meta og merkja eftir holdafari, fitustigi og aldri. Flokkarnir K I,

K II og K III skulu merktir sem vinnslukjöt.

K I U, séu þeir vel holdfylltir og af 30-48 mánaða gömlum kúm.

Vinnslukjöt K I, séu þeir vel eða sæmilega holdfylltir.

Vinnslukjöt K II, séu þeir rýrir og magrir.

Vinnslukjöt K III, séu þeir mjög rýrir og þunnholda.

Fituflokkar í K I U og K I eru A, B og C. Í A flokki er fita yfir hryggvöðva í mesta lagi 6 mm, 12 mm í B flokki og yfir 12 mm í C flokki.

6. Nautgripakjöt með áverka og aðra galla.

Skrokkar eða skrokkhlutar, sem teljast gölluð vara vegna marbletta, verkunargalla s.s. vegna rangrar sögunar, skorinna vöðva o.þ.h., merkist þannig að til viðbótar gæðaflokks-merkingu kemur stafurinn X. Skrokkar með blóðlitaða fitu og fitu sem ekki storknar skulu merktir XX.

7. Streitukjöt.

Skrokkar með áberandi dökka vöðva og sýrustig í langa hryggvöðva hærra en 6,0, 24 tímum eftir slátrun skulu sérmerktir þannig að til viðbótar við gæðaflokksmerkingu kemur St. Sýrustig skal skráð á merkimiða. Sýrustig skal skráð samkvæmt nánari fyrirmælum dýralæknis.

8. Litur á fitu.

Heimilt er að meta lit á fitu á eftirfarandi hátt:

1.             Skrokkar með hvíta, eða ljósgula fitu.

2.             Skrokkar með gula fitu.

3.             Skrokkar með dökkgula fitu.

9. Nautgripakjöt í heilbrigðisflokki 2.

Skrokkar sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr. 12. gr. reglugerðar

nr. 168/1970) skulu merktir þannig:

MK IV, af mjólkurkálfum.

UK IV, af kálfum allt að þriggja mánaða gömlum.

AK IV, af kálfum þriggja til tólf mánaða gömlum.

UN IV, af nautum, uxum og kvígum tólf til þrjátíu mánaða gömlum.

K IV, af kúm þrjátíu mánaða eða eldri.

N IV, af nautum og uxum þrjátíu mánaða eða eldri.

VIÐAUKI III

Svínakjöt.

Fitustig ákvarðast með tveimur mælingum, þ.e. minnsta fituþykkt á miðjum hrygg, mælt frá háþorni að innra borði puru (F1) og mesta fituþykkt á herðum að innra borði puru (F2).

Við kjötmat ber að greina svín í þrjá aðalflokka, grísi, gyltur og gelti, og merkja kjöt í hverjum þeirra sem hér segir:

1. Grísir.

Ung svín, geltir, sem vanaðir hafa verið innan þriggja mánaða aldurs og gyltur, sem ekki hafa gotið. Grísaskrokkar skiptast í flokka eftir þyngd, vaxtarlagi og fitustigi. Vaxtarlagsflokkarnir eru þrír, Úrvals, I. og II. flokkur, en I. flokkur skiptist í A, B og C eftir fitustigi. Sérstakur flokkur er fyrir unggrísi.

UNGGRÍS:

Ungir grísir sem vega allt að 36 kg, aldur allt að þriggja mánaða. Útlit og verkun góð, fitu-dreifing jöfn og F1 minna en 16 mm.

GRÍS ÚRVAL:

Skrokkar sem vega yfir 55 kg og hafa vel vöðvafyllt læri. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Útlit skrokksins og verkun góð. F1 og F2 fara eftir fallþunga:

 

Fallþungi

F1

F2

55 - 70 kg

< 18 mm

< 35 mm

> 70 kg

< 20 mm

< 37 mm

 

GRÍS I:

Skrokkar sem vega yfir 36 kg. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Útlit skrokksins og verkun góð. Krafa um vöðvafyllingu minni en í Grís úrval. Grís I skiptist í þrjá fituflokka A, B og C. F1 og F2 fara eftir fallþunga:

 

 

A

B

C

 

F1

F2

F1

F1

< 50 kg

< 18 mm

< 36 mm

18-21 mm

> 21 mm

50 - 65 kg

< 20 mm

< 38 mm

20-23 mm

> 23 mm

> 65 kg

< 20 mm

< 40 mm

20-23 mm

> 23 mm

 

GRÍS II:

Vöðvarýrir og holdlitlir skrokkar.

2. Gyltur.

Gyltur sem ganga með fóstri eða hafa gotið. Gyltur aðgreinast í tvo flokka:

GYLTA I:

Skrokkar af ungum, vöðvafylltum og vel útlítandi gyltum sem ekki teljast óhóflega feitar.

GYLTA II:

Skrokkar af öðrum gyltum.

3. Geltir.

Geltir á öllum aldri, sem ekki hafa verið vanaðir innan þriggja mánaða aldurs.

Geltir aðgreinast í tvo flokka:

GÖLTUR I:

Skrokkar af ógeltum grísum.

GÖLTUR II:

Skrokkar af öðrum göltum.

4. Kjöt með verkunar- og útlitsgalla.

Meta skal sérstaklega þá skrokka, sem vegna rispa, skráma, verkunargalla, útlitsgalla, marbletta og annarra áverka kallast gölluð vara. Slíkir skrokkar skulu auk gæðaflokks merkjast X og XX eins og að neðan greinir:

X:

Skrokkar með minni háttar mar eða verkunargalla.

XX:

Skrokkar mikið rispaðir eða marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verk- unargalla. Einnig skrokkar með litaða fitu og lina fitu.

5. Svínakjöt í heilbrigðisflokki 2.

Kjöt af svínum, sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970) skal merkja þannig:

a.

Kjöt af grísum, GRÍS IV.

b.

Kjöt af öðrum svínum, SVÍN IV.

VIÐAUKI IV

Hrossakjöt.

               

Skilgreining á fituþykkt:

Þykkt fitu mælist sem mesta þykkt fitu á miðri síðu á 3. aftasta rifbeini. (Skammrif ekki talin með.)

Kjöt af hrossum skal flokka, meta og merkja sem hér segir:

1.             Ungfolaldakjöt

                UFO I

                Skrokka af folöldum allt að 4 mánaða gömlum, vel holdfylltum og fitulitlum. Fita allt að 5 mm. Skrokkar allt að 50 kg að þyngd.

2.             Folaldakjöt.

                FO I-A:

                Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 20 mm.

                FO I-B:

                Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt yfir 20 mm.

                FO II:

                Skrokka af folöldum allt að ársgömlum, mjög mögrum og vöðvarýrum.

3.             Trippakjöt.

                TR I-A:

                Skrokka af trippum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 25 mm.

TR I-B:

                Skrokka af trippum eins og tveggja ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt yfir 25 mm.

                TR II:

                Skrokka af trippum eins og tveggja ára, mjög mögrum og vöðvarýrum.

4.             Unghrossakjöt.

                UH I:

                Skrokka af hrossum þriggja til sex ára, vel holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm. Hross á þessum aldri með meiri fituþykkt flokkast í Hr-flokka eftir fitumörkum sem þar gilda.

5. Hrossakjöt.

                HR I-A:

                Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt allt að 30 mm.

                HR I-B:

                Skrokkar af hrossum eldri en sex ára, sæmilega holdfylltum og gallalausum í útliti. Fituþykkt 30 - 50 mm.

                HR I-C:

                Skrokkar af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára sem eru með meiri fituþykkt en 50 mm.

                HR II:

                Skrokkar af unghrossum og öllum hrossum eldri en sex ára, mjög vöðvarýra og magra.

6.             Hrossakjöt með áverka:

                Skrokkar eða skrokkhlutar sem teljast gölluð vara vegna mars, verkunargalla og annarra áverka skulu flokkast og merkjast í sinn flokk ásamt X eða XX. X ef um minni háttar mar eða verkunargalla er að ræða. XX ef skrokkar eru mikið marðir, limhöggnir eða með meiri háttar verkunargalla.

7.             Hrossakjöt í heilbrigðisflokki 2.

                Kjöt af hrossum sem kjötskoðunarlæknir dæmir í heilbrigðisflokk 2 (sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 168/1970) skal merkt þannig:

                a.             Kjöt af folöldum FO IV.

                b.             Kjöt af eldri hrossum Hr IV.

 

 

 

VIÐAUKI V

Merkingar.

Sérhvern kjötskrokk eða hluta úr skrokk á að merkja með kjötmerkimiða. Á miðunum skulu vera eftirfarandi upplýsingar:

                1. Tegundaheiti kjötsins

                Gæðaflokksmerki

                Nafn eða skammstöfun sláturleyfishafa

                Löggildingarnúmer sláturhúss

                Sláturdagur og ár

2. Heimilt er að hafa eftirfarandi upplýsingar á miðunum:

                Strikamerki

                Fallþunga

                Nafn innleggjanda

                Býlisnúmer           

                Nafn kaupanda.

3. Gæða- og/eða fituflokka má aðgreina með mismunandi litum merkimiðum og þá á eftirfarandi hátt:

                a. Kindakjöt;

Fituflokka kindakjöts er heimilt að aðgreina með eftirfarandi litum á merkimiðum:

1

=

ljósgrænn

2

=

ljósblár

3

=

hvítur

3+

=

dökkblár

4

=

dökkgrænn

5

=

brúnn

                b. Gæða- og fituflokka annarra kjöttegunda skal aðgreina á eftirfarandi hátt og gildir

                 sama regla um nautgripa-, hrossa- og svínakjöt og aðalflokka hverrar tegundar:

               

Gulur miði:

UN I ÚRVAL, GRÍS I ÚRVAL

 

 

Hvítur miði:

MK, UK I, AK I, UN I M, UN I M+, UN I A, K I U A, K I A , FO I A, TR I A, UFO I, UH I, HR I A, GRÍS I A,

 

UNGGRÍS, GYLTA I, GÖLTUR I.

 

 

Dökkblár miði:

UN I B, K I U B, FO I B, TR I B, HR I B.

 

 

Ljósblár miði:

UK II, AK II, UN II, K II, FO II, TR II, HR II, GRÍS II, GYLTA II, GÖLTUR II.

 

 

Dökkgrænn miði:

UN I C, K I U C, HR I C, GRÍS I C, K I C.

 

 

Ljósgrænn miði:

UK III, AK III, K III.

 

 

Rauður miði:

D IV, F IV, MK IV, UK IV, AK IV, UN IV, K IV, N IV, GRÍS IV, SVÍN IV, FO IV, HR IV.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica