Landbúnaðarráðuneyti

723/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 484/1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða - Brottfallin

1. gr.

Við e. lið 1. mgr. I. viðauka bætist eftirfarandi málsgrein:

Landbúnaðarráðherra getur veitt heimild til að víkja frá dagsetningum fyrri málsgreinar eingöngu í þeim tilvikum að um sé að ræða rannsóknarverkefni og að fengnum tillögum kjötmatsformanns.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 29. október 1999.

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica