Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

319/2017

Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka og XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/156 frá 18. janúar 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir boskalíð, klóþíanidín, þíametoxam, fólpet og tólklófosmetýl í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 40.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/439 frá 23. mars 2016 um breytingar á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar Cydia pomonella - kyrningaveiru (CpGV), kalsíumkarbíð, kalíumjoðíð, natríumvetniskarbónat, reskalúr og Beauveria bassiana af stofni ATCC 74040 og Beauveria bassiana af stofni GHA. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 84.
 3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/440 frá 23. mars 2016 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir atrasín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 87.
 4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/452 frá 29. mars 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir kaptan, própíkónasól og spíroxamín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 100.
 5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/486 frá 29. mars 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir sýasófamíð, sýkloxýdím, díflúorediksýru, fenoxýkarb, flúmetralín, flúópíkólíð, flúpýradífúrón, flúxapýroxað, kresoxímmetýl, mandestróbín, mepanípýrím, metalaxýl-M, pendímetalín og teflútrín í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 118.
 6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/567 frá 6. apríl 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir klórantranilípról, sýflúmetófen, sýpródiníl, dímetómorf, díþíó­karbamöt, fenamídón, flúópýram, flútólaníl, ímasamox, metrafenón, mýklóbútaníl, própi­kónasól, sedaxan og spíródíklófen í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 184.
 7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/805 frá 20. maí 2016 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar Strepto­myces K61 (áður S. griseoviridis), Candida oleophila af stofni O FEN 560 (einnig kallað grikkjasmári eða duft úr fræjum grikkjasmára), metýldekanóat (CAS 110-42-9), metýl­oktanóat (CAS 111-11-5) og terpenóíðblöndu QRD 460. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 244.
 8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1002 frá 17. júní 2016 um breytingu á II., III. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir AMTT, díkvat, dódín, glúfosínat og trítósúlfúrón í eða á til­teknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 246.
 9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1003 frá 17. júní 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir abamektín, asekínósýl, asetamípríð, bensóvindíflúpýr, brómoxýníl, flúdíoxóníl, flúópíkólíð, fosetýl, mepíkvat, prókínasíð, própamókarb, próhexadíón og tebúkónasól í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 473.
 10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1015 frá 17. júní 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir 1-naftýlasetamíð, 1-naftýlaediksýru, klórídasón, flúasífóp-P, fúberídasól, mepíkvat og tralkoxýdím í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 531.
 11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1016 frá 17. júní 2016 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar hámarksgildi leifa fyrir etófúmesat, etoxasól, fenamídón, flúoxastróbín og flúrtamón í eða á tilteknum afurðum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 552.
 12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1355 frá 9. ágúst 2016 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005 að því er varðar þíaklópríð. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2017, frá 3. febrúar 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17, frá 16. mars 2017, bls. 534.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica