Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

567/2012

Reglugerð um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir matvæla-, áburðar-, sáðvöru- og fóðureftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Mat­væla­stofnunar skulu fyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar greiða eftirlitsgjald í sam­ræmi við gjaldskrá þessa. Gjald skal ekki vera hærra en raunkostnaður við eftirlitið til að standa straum af launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits, öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar. Einnig skal greiða gjald vegna kostnaðar við sýnatöku og greiningu á rannsókna­stofu.

2. gr.

Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem hafa verið áhættuflokkuð er 20.870 kr./klst. Aðeins er greitt fyrir eftirlit sem framkvæmt er á eftirlitsstað og greitt er fyrir hvern hafinn stundarfjórðung.

Gjald fyrir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum sem ekki hafa verið áhættuflokkuð nemur fastri fjárhæð í samræmi við þá eftirlitsskyldu starfsemi sem fram kemur í viðauka I með gjaldskrá þessari og er greitt fyrir hverja eftirlitsheimsókn.

Falli reglubundið eftirlit með fyrirtækjum ekki undir 1. eða 2. mgr. skal greiða eftirlits­gjald skv. 8. gr.

Til viðbótar við ofangreind gjöld skal greiða 3.330 kr. akstursgjald fyrir hverja eftirlits­heimsókn.

3. gr.

Af leyfisskyldri starfsemi skal greiða gjald fyrir útgáfu leyfis sem nemur einu tímagjaldi, 8.348 kr., hvort sem um er að ræða nýja starfsemi eða endurnýjun leyfis. Fyrir skrán­ingu fóðurfyrirtækja og skráningu fóðurs skal greiða gjald sem nemur hálfu tíma­gjaldi, þ.e. 4.174 kr.

4. gr.

Greiða skal gjald vegna vinnu við inn- og útflutning samkvæmt neðangreindri töflu:

Inn- og útflutningur

Gjald kr.

Útflutningur dýraafurða, allt að 5,0 kg

2.400

Útflutningur dýraafurða, sem hluti af eigin farangri

250

Útflutningsvottorð dýraafurða umfram 5,0 kg

5.844

Útflutningsvottorð á heyi

5.844

Útflutningsskoðun hrossa pr. dýr

5.704

Útflutningsvottorð, sjávarafurðir

4.174

Útflutningsvottorð, lifandi hrogn

4.174

Útflutningsvottorð, lifandi seiði

4.174

Útflutningur plantna og plöntuafurða, þar með talið viðarumbúðir og fræ

4.174

Innflutningseftirlit, notaðra landbúnaðartækja

29.218

Innflutningseftirlit, sæði hunda

8.348

Innflutningseftirlit, hundar og kettir

33.392

Innflutningseftirlit, önnur gæludýr

8.348

Innflutningseftirlit, með sáðvöru (s.s. fræ og sáðkorn), utan EES

8.348

Innflutningseftirlit, áburður, 1-5 tegundir í sendingarnúmeri

1.252

Innflutningseftirlit, áburður, 6-10 tegundir í sendingarnúmeri

2.087

Innflutningseftirlit, áburður, yfir 10 tegundir í sendingarnúmeri

2.504

Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðarinnflytjanda

4.174

Innflutningseftirlit, áburður, skráning áburðartegundar, hver tegund

4.174

Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir dýr til matvælaframleiðslu

4.174

Afgreiðsla tilkynninga um innflutning fóðurs fyrir gæludýr

4.174

Útflutningseftirlit, sauðfjársæði

4.174

Útflutningsáritun, hundar og kettir

1.700


Gjald fyrir annað inn- og útflutningseftirlit skal greiðast samkvæmt tímagjaldi, sbr. 8. gr.

5. gr.

Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum, sbr. 11. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 er 5,2 kr. fyrir hvert kíló kindakjöts, 6,5 kr. fyrir hvert kíló svínakjöts, 4,6 kr. fyrir hvert kíló nautgripakjöts, 6,6 kr. fyrir hvert kíló hrossakjöts og 1,2 kr. fyrir hvert kíló alifuglakjöts. Gjaldið greiðist samkvæmt innvegnu magni kjöts í afurðastöð í samræmi við framleiðsluskýrslur sláturleyfishafa til Bændasamtaka Íslands. Sláturleyfishafa er skylt að skila undirritaðri framleiðsluskýrslu mánaðarlega fyrir 15. hvers mánaðar fyrir framleiðslu liðins mánaðar. Framleiðsluskýrsla skal undirrituð af framkvæmdastjóra eða af öðrum aðila fyrir hans hönd.

Bændasamtök Íslands skulu skila til Matvælastofnunar framleiðslutölum hvers tímabils eigi síðar en 20. hvers mánaðar fyrir liðinn mánuð.

6. gr.

Eftirlitsgjald vegna aðskotaefnamælinga í mjólk, eggjum og lagardýrum skal greiða sam­kvæmt framlögðum framleiðslumagnstölum framleiðenda á hverju sex mánaða tíma­bili og skulu upplýsingar um framleiðslumagn hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 15 dögum eftir lok tímabils. Eftirlitsgjaldið skal greiða í fyrsta sinn fyrir tímabilið júní til og með nóvember af afurðastöðvum mjólkur, eggjaframleiðendum og eldisstöðvum lagar­dýra.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í mjólk er 66 kr. á hverja þúsund lítra af inn­veginni mjólk hjá afurðastöð.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í eggjum er 574 kr. fyrir hvert framleitt tonn hjá eggjaframleiðendum.

Eftirlitsgjald fyrir aðskotaefnamælingar í lagardýrum er 439 kr. fyrir hvert framleitt tonn af lagardýrum/óslægðum fiski hjá eldisstöðvum.

7. gr.

Árlegt eftirlitsgjald vegna opinberra eftirlitssýna í fóðri byggir á áhættuflokkun fóður­framleiðslu­fyrirtækja og fer gjaldið samkvæmt eftirfarandi töflu og greiðist á sex mánaða fresti í fyrsta sinn í desember 2012 vegna júní til og með nóvember:

Áhættuflokkur

Eftirlitsgjald kr.

Fyrirtæki í áhættuflokki 2

682.802     

Fyrirtæki í áhættuflokki 3

365.787     

Fyrirtæki í áhættuflokki 4

268.244     

Fyrirtæki í áhættuflokki 5

195.086     

Fyrirtæki í áhættuflokki 7

53.649     

Fyrirtæki í áhættuflokki 8

35.969     


8. gr.

Fyrir annað eftirlit en tilgreint er í gjaldskrá þessari skal greiða tímagjald að fjárhæð 8.348 kr./klst. auk ferðakostnaðar. Tímagjald greiðist einnig vegna vinnu við leyfis­veitingar og fyrir viðbótareftirlit. Fari eftirlit fram utan venjulegs vinnutíma, milli kl. 08.00-17.00 á virkum dögum, skal greiða tímagjald að fjárhæð 12.335 kr./klst. Greiða skal 3.330 kr. akstursgjald fyrir hverja eftirlitsheimsókn. Auk þess skal greiða kostnað vegna rannsókna og greininga á áburði, skelfiski, mjólk og ostum samkvæmt viðauka II, en kostnaður vegna annarra rannsókna og greininga skal greiðast af eftirlitsþola samkvæmt raunkostnaði.

9. gr.

Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi Matvælastofnunar. Heimilt er að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi.

10. gr.

Matvælastofnun annast innheimtu eftirlitsgjalda samkvæmt reglugerð þessari. Rísi ágrein­ingur um gjaldskyldu eða önnur atriði er varða framkvæmd reglugerðarinnar sker sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra úr þeim ágreiningi.

Innheimta má eftirlitsgjaldið með fjárnámi án undangengis dóms eða sáttar.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í eftirfarandi ákvæðum laga: 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 11. og 17. gr. laga um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997, 31. og 31 gr. a. laga um sjávarafurðir nr. 55/1998, 8. gr. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 15. gr. laga um skeldýrarækt nr. 90/2011.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 234/2010 um gjald­skrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar, með síðari breyt­ingum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 2. júlí 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Kristinn Hugason.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica