Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

583/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

Í 2. mgr. 1. gr. komi í stað orðanna "til 31. maí": til og með 31. ágúst.

2. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á ákvæðum reglugerðar þessarar og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni skal farið að hætti opinberra mála. Brot varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. júlí 2012.

F. h. r.

Hrefna Karlsdóttir.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica