Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

734/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 698/2012 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, sem verður sjöunda málsgrein, svohljóð­andi:

Frá og með 16. september til og með 30. september stendur hverju skipi til boða það aflamark sem það lagði af mörkum vegna frádráttar skv. 2. og 3. mgr. 4. gr. í skiptum fyrir þorsk, steinbít og ýsu enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytja­stofna sjávar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Reglugerðin birtist til eftir­breytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. ágúst 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica