Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

363/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 206/2012, um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir orðunum „annan í hvítasunnu“ í 1. tl. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. maí.

2. gr.

3. tl. 5. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Skipstjóri skal tilkynna brottför úr höfn til vaktstöðvar siglinga handvirkt með talstöð um næstu strandstöð. Í tilkynningu skal ávallt koma fram úr hvaða höfn haldið er í veiðiferð. Ennfremur í hvaða höfn er komið aftur og afla er landað. Fiskiskip skal hafa um borð sjálfvirkan fjareftirlitsbúnað og skal hin sjálfvirka skráning lögð til grundvallar við útreikning sóknar. Óheimilt er að fara í veiðiferð nema fjareftirlitsbúnaður um borð sé virkur. Bili búnaður í veiðiferð, skal strax tilkynna það til Landhelgisgæslu og halda tafarlaust til hafnar til löndunar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 17. apríl 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica