Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

592/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 4. mars 2011, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2011, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 2. ml. 2. mgr. 2. gr.:

Í stað "5. ágúst" kemur: 29. júlí.

2. gr.

3. gr. orðist svo:

Skylt er að ráðstafa mánaðarlega 70% af makrílafla einstakra útgerða til vinnslu. Fiski­stofa skal fylgjast með að skilyrði um vinnsluskyldu sé uppfyllt hið minnsta einu sinni í mánuði eftir að skip hefur veiðar.

3. gr.

Við 9. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo:

Sé fyrirhugað að stunda veiðar á bolfiski og makríl í sömu veiðiferð skal skipstjóri til­kynna það Fiskistofu eigi síðar en tveimur virkum dögum fyrir upphaf makrílveiða. Skipstjóra er skylt að koma til næstu hafnar að sækja eftirlitsmann Fiskistofu, enda hafi Fiskistofa sent útgerð eða skipstjóra tilkynningu þar að lútandi eigi síðar en einum degi fyrir upphaf veiða.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. júní 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Þórhallur Ottesen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica