Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

819/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 233, 4. mars 2011, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2011, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo:

Skipum sem hafa veitt allar úthlutaðar aflaheimildir sínar og 10% umfram úthlutaðar aflaheimildir sbr. 4. tölul. 2. mgr. 4. gr. er heimilt að halda áfram á makrílveiðum til og með 15. september 2011. Skipstjóra fiskiskips er skylt í lok hvers dags að tilkynna afla skv. þessari mgr. til Fiskistofu á uthafsv@fiskistofa.is. Ráðherra getur tekið ákvörðun um að stöðva veiðar allra skipanna þegar veidd hafa verið 1.000 tonn skv. þessari mgr. Afli þessi skal ekki dreginn af aflaheimildum næsta árs.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. september 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Brynhildur Benediktsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica