Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

151/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 689, 7. júlí 2011, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2011/2012. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 3. mgr. 9. gr. bætist ný 4. mgr. sem orðist svo:

Við umreikning landaðra grásleppuhrogna í heila grásleppu til skráningar í afla­skrán­ingar­kerfi Fiskistofu skal að frádreginni þyngd íláta miða við margföldunarstuðul­inn 3,4.

Grásleppa skal vegin á hafnarvog samkvæmt ákvæðum 6. gr. reglugerðar nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla með síðari breytingum. Við vigtun grásleppuhrogna skal brúttóvigta aflann og skrá fjölda tunna eða kara. Við ákvörðun magns hrogna til skráningar í aflaskráningarkerfi Fiskistofu skal að frádreginni þyngd íláta miða við reiknistuðulinn 0,80.

2. gr.

Við c. lið 5. mgr. 9. gr. bætist eftirfarandi:

Þó má miða afla, sem fæst sem meðafli við grásleppuveiðar, við hámarksheimild fiskveiði­ársins, og sé sá afli gerður upp í lok þess.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Reglugerðin birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 17. febrúar 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Karlsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica