Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

255/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 660/2011 um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2011/2012. - Brottfallin

1. gr.

3. tl. 1. mgr. 3. gr. breytist og orðast svo:

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða 22.426 lestir í fiskveiðilandhelgi Íslands.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fisk­veiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. mars 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica