Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

924/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 734/2010 um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á 2. gr.:

Í stað orðanna "400 lestum" kemur: 600 lestum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr.:

Í stað orðanna "25. október 2010" kemur: 21. desember 2010.

Í stað orðanna "11. október 2010" kemur: 10. desember 2010.

Í stað orðanna "18. október 2010" kemur: 17. desember 2010.

3. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. bætist nýr ml. svohljóðandi:

Fari afli skips, sem þannig er skráður, fram úr því aflamarki sem úthlutað er samkvæmt reglugerð þessari, skal sá afli sem umfram er dragast frá almennum heimildum í skötusel.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. desember 2010.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica