Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1069/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 678/2010, um bann við dragnótaveiðum. - Brottfallin

1. gr.

3. tl. 1. gr. orðist svo:

Hrútafjörður - Miðfjörður innan svæðis sem markast af línu sem dregin er þvert yfir utanverðan Hrútafjörð og Miðfjörð eftir 65°26´ N. Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. er vesturhluti Hrútafjarðar opinn fyrir veiðum með dragnót vestan línu sem dregin er eftir 21°08´ V, frá og með 1. júní til 1. mars utan línu sem dregin er eftir 65°23´ N og frá og með 1. nóvember til og með 31. janúar utan línu sem dregin er eftir 65°21´ 50 N og vestan línu sem dregin er eftir 21°08´ V. Miðfjörður er opinn fyrir veiðum með dragnót utan línu sem dregin er eftir 65°23´ N á tímabilinu frá og með 1. júní til 1. mars.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. desember 2010.

Jón Bjarnason.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica