Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

701/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285/2010 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 6. málsliðar 3. mgr. 2. gr. kemur nýr málsliður sem orðist svo:

Hafi skip sem leyfi hefur til makrílveiða, sbr. 3. tl., ekki veitt 70% af leyfilegum markílafla sínum þann 10. september 2010, samkvæmt aflaskráningarkerfi Fiskistofu og eftir atvikum upplýsingum frá skipstjóra um veiddan afla, falla niður óveiddar aflaheimildir skipsins sem úthlutað hefur verið á grundvelli 3. tl.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 9. september 2010.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica