Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

671/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 82/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2009/2010, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Heimilt er að úthluta aflaheimildum samkvæmt reglugerð þessari, til einstakra fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011. Aflamark sem úthlutað er eftir 1. september 2010 tilheyrir fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2010.

Um úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa samkvæmt 1. mgr. og framkvæmd ákvæðisins að öðru leyti skulu gilda ákvæði þessarar reglugerðar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. ágúst 2010.

F. h. r.

Arndís Á. Steinþórsdóttir.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica