Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

595/2010

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 577/2003 um ávaxtasafa og sambærilegar vörur. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 2. gr. bætist eftirfarandi málsliður:

Lægstu Brix-gildi fyrir ávaxtasafa úr þykkni eru gefin upp í viðauka 4.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á e-lið 4. gr. reglugerðarinnar:

a) Í stað orðanna "framleitt úr þykkni" kemur: úr þykkni.

b) Í stað orðanna "framleitt að hluta til úr þykkni" kemur: að hluta til úr þykkni.

3. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki:

VIÐAUKI 4

Almennt heiti ávaxtar

Fræðiheiti

Lægstu Brix-gildi fyrir ávaxtasafa og -mauk úr þykkni

Epli (*)

Malus domestica Borkh.

11,2

Apríkósur (**)

Prunus armeniaca L.

11,2

Bananar (**)

Musa sp.

21,0

Sólber (*)

Ribes nigrum L.

11,6

Þrúgur (*)

Vitis vinifera L. eða þrúgublendingar

15,9

Greipaldin (*)

Vitis labrusca L. eða þrúgublendingar

10,0

Gvava (**)

Citrus x paradise Macfad.

9,5

Sítrónur (*)

Psidium guajava L.

8,0

Mangó (**)

Citrus limon (L.) Burm.f.

15,0

Appelsínur (*)

Mangifera indica L.

11,2

Píslaraldin (*)

Citrus sinensis (L.) Osbeck

13,5

Ferskjur (**)

Passiflora edulis Sims

10,0

Perur (**)

Prunus persica (L.) Batsch afbrigði Persica

11,9

Ananas (*)

Pyrus communis L.

12,8

Hindber (*)

Ananas comosus (L.) Merr.

7,0

Súrkirsuber (*)

Rubus idaeus L.

13,5

Jarðarber (*)

Prunus cerasus L.

7,0

Mandarínur (*)

Fragaria x ananassa Duch.

11,2

Epli (*)

Citrus reticulata Blanco

11,2

Ef safi úr þykkni er unninn úr ávexti, sem ekki er getið um í framangreindri töflu, skal lægsta Brix-gildi safans, sem endurgerður hefur verið með því að blanda hann vatni, vera það Brix-gildi sem safinn hefur þegar hann er unninn úr ávextinum sem notað er til að framleiða þykknið.

Að því er varðar vörur merktar með stjörnu (*), sem framleiddar eru sem safi, er lágmarkseðlismassi ákvarðaður út frá vatni við 20/20 °C.

Að því er varðar vörur merktar með tveimur stjörnum (**), sem framleiddar eru sem mauk, er einungis ákvarðað óleiðrétt, lægsta Brix-gildi (án leiðréttingar fyrir sýru).

Að því er varðar sólber, gvava, mangó og píslaraldin eiga lægstu Brix-gildi eingöngu við um ávaxtasafa og -mauk úr þykkni, sem eru framleidd innan EES-svæðisins."

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. og 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun (EB) nr. 2009/106. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 2. júlí 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica