Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

521/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 676, 30. júlí 2009, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2009/2010, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á 3. gr. verða eftirfarandi breytingar:

Í stað: "47.000" á eftir tegundinni síld (íslensk sumargotssíld) í 1. mgr. komi: 52.000.

2. gr.

4. mgr. 3. gr. orðist svo:

Veiðitímabil síldar er frá og með 1. september 2009 til og með 31. ágúst 2010.

3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. júní 2010.

F. h. r.

Hrefna Karlsdóttir.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica