Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

504/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 285/2010 um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 1. gr. bætast þrír nýir málsliðir sem orðist svo:

Makríl í færeyskri lögsögu er einungis heimilt að veiða sem meðafla við veiðar á norsk-íslenskri síld. Heildar makrílafli íslenskra skipa í færeyskri lögsögu skal ekki fara yfir 1.300 lestir. Fiskistofa fylgist með afla þessum og tilkynnir ráðuneytinu hvenær líklegt megi telja að aflanum hafi verið náð og tilkynnir ráðuneytið frá hvaða tíma óheimilt er að veiða makríl sem meðafla.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr.:

  1. Við bætist ný mgr., sem verði 1. mgr. og orðist svo: Makrílveiðar í flottroll eru eingöngu heimilar utan 200 m dýptarlínu en þó hvergi nær landi en 12 sjómílur frá viðmiðunarlínu. Þá eru markrílveiðar í flottroll bannaðar á milli 65°30'N og 68°30'N milli 27°V og 17°V.
  2. Í stað orðanna "100-200" kemur: a.m.k. 50.

3. gr.

Við 6. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo:

Auk þess skal senda aflatilkynningu daglega til eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu, stundi skip veiðar í færeyskri lögsögu.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 11. júní 2010.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica