Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

544/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 168, 2. febrúar 2009, um heimild færeyskra, norskra og rússneskra skipa til síldveiða við Ísland á árinu 2009. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 3. gr. orðist svo:

Sunnan 67°00´N er færeyskum og norskum skipum óheimilt að stunda síldveiðar vestan 11°30´V. Þó er færeyskum skipum heimilt, fyrir sunnan 67°N, að stunda síldveiðar upp að eftirfarandi línu:

1. 67°00,00' N - 13°19,00' V
2. 66°42,00' N - 12°50,00' V
3. 66°06,00' N - 11°33,00' V
4. 65°27,00' N - 11°24,00' V
5. 65°00,00' N - 11°28,00' V
6. 64°32,30' N - 11°41,00' V
7. 64°21,70' N - 12°17,30' V
8. 64°00,00' N - 13°07,00' V
9. 63°43,00' N - 14°00,00' V

og þaðan réttvísandi í 180° að mörkum fiskveiðilögsögunnar.

2. gr.

Við 3. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:

Stundi færeysk skip síldveiðar fyrir sunnan 67°N og vestan 11°30,00' V skal skipstjóri taka sýni úr afla. Sýni skulu tekin úr hverju kasti eða togi og skal sýnatakan fara fram fyrir stærðarflokkun afla og framkvæmd þannig að tekið skal eitt 50 sílda sýni úr hverju kasti eða togi. Hvert sýni skal aðgreint til tegunda svo unnt sé að greina íslenska sumargotssíld frá norsk-íslenskri síld í samræmi við kynþroskastig. Skipstjóri skal skrá hlutfall síldartegunda í afladagbók.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. júní 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica