Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

688/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 3, 6. janúar 2009, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2009. - Brottfallin

1­. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Um tilkynningar varðandi síldveiðar á alþjóðlegu hafsvæði gilda ákvæði reglugerðar nr. 1221/2008, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) og taka þær tilkynningar einnig til veiða innan íslensku lögsögunnar. Afla­tilkynningu skal þó senda daglega til eftirlitsstöðvarinnar, stundi skip veiðar innan íslenskrar lögsögu. Um tilkynningar varðandi veiðar innan lögsögu Færeyja og Noregs fer samkvæmt reglum hlutaðeigandi stjórnvalda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fisk­veiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast gildi 10. ágúst 2009 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. ágúst 2009.

F. h. r.
Hrefna Gísladóttir.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica