Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

381/2009

Reglugerð um (16.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XIII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1064/2007 frá 17. september 2007 um breytingu á I. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2377/90 þar sem mælt er fyrir um sameiginlega aðferð til að ákvarða hámarksmagn leyfa dýralyfja í matvælum úr dýraríkinu að því er varðar avílamýsín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2008 frá 26. apríl 2008.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 61/2008 frá 24. janúar 2008 um breytingu á II. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2377/90 þar sem mælt er fyrir um sameiginlega aðferð til að ákvarða hámarksmagn leifa dýralyfja í matvælum úr dýraríkinu að því er varðar dínóprostón. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2008 frá 27. september 2008.

2. gr.

Með innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins breytast ákvæði reglugerðar nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk, þannig að:

A.

Eftirfarandi efni er bætt við 1. kafla í I. viðauka:

 

1.

Sýkingarlyf

 

1.2.

Sýklalyf

 

1.2.15.

Ortósómýsín


Lyfjafræðilega virk(t) efni

Leifamerki

Dýrategund

Hámarksgildi leifa

Markvefir

Avílamýsín:

Díklórísóevernínsýra

Svín

50 μg/kg

Vöðvi

100 μg/kg

Fita (1)

300 μg/kg

Lifur

200 μg/kg

Nýru

Kanínur

50 μg/kg

Vöðvi

100 μg/kg

Fita

300 μg/kg

Lifur

200 μg/kg

Nýru

Alifuglar (2)

50 μg/kg

Vöðvi

100 μg/kg

Fita (3)

300 μg/kg

Lifur

200 μg/kg

Nýru

(1) Fyrir svín og alifugla varðar þetta hámarksgildi leifa húð og fitu í eðlilegum hlutföllum.
(2) Ekki ætlað dýrum sem gefa af sér egg til manneldis.
(3) Fyrir svín og alifugla varðar þetta hámarksgildi leifa húð og fitu í eðlilegum hlutföllum.


B.

Eftirfarandi efni er bætt við í 2. kafla II. viðauka:

 

2.

Lífrænt efnasamband



Lyfjafræðilega virk(t) efni

Dýrategundir

Dínóprostón

Allar tegundir spendýra

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 31. mars 2009.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica