Samgönguráðuneyti

206/2007

Reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Markmið.

Markmiðið með reglugerð þessari er að auka öryggi í flugi með því að kveða á um sameiginlegar tæknikröfur, til fyrirtækja og starfsfóks og kveða á um sameiginlegar verklagsreglur og málsmeðferð til að tryggja áframhaldandi lofthæfi loftfara, þ.m.t. íhluta í þau.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til loftfara, þ.m.t. íhluta til ísetningar í þau, sem:

 

a)

eru skráð á Íslandi, eða

 

b)

eru skráð í þriðja landi en Ísland ber ábyrgð á eftirliti með rekstri flug­rekandans sem starfrækir þau.

Fyrsta málsgrein gildir ekki ef lögbundið eftirlit með loftfari hefur verið falið þriðja landi og flugrekandi innan aðildarríkja EES og EFTA starfrækir það ekki, eða ef um er að ræða loftfar sem um getur í II. viðauka 1. fylgiskjals við reglugerð nr. 612/2005 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).

Ákvæði reglugerðar er lúta að flutningaflugi taka til flugrekenda með útgefið flug­rekanda­skírteini í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og reglugerðar um flutn­inga­flug eins og hún er á hverjum tíma.

3. gr.

Aðlögunarfrestur.

Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. frestast gildistaka:

 

a)

ákvæða í viðauka I í fylgiskjali II, að því er varðar loftför, sem ekki eru notuð í flutningaflugi, til 28. september 2008;

 

b)

ákvæða í I-lið I. viðauka í fylgiskjali II, að því er varðar loftför sem eru notuð í flutningaflugi, til 28. september 2008;

 

c)

eftirfarandi ákvæðum II. viðauka í fylgiskjali II til 28. september 2008:

   

-

g-lið 145.A.30, eftir því sem á við um loftför með 5700 kg hámarksflugtaksmassa eða þar undir;

   

-

1. lið h-liðar 145.A.30, eftir því sem á við um loftför með 5700 kg hámarksflugtaksmassa eða þar undir;

   

-

2. lið h-liðar 145.A.30.

 

d)

Ísland getur gefið út samþykki að því er varðar II. viðauka og IV. viðauka við fylgiskjal II í takmarkaðan tíma til 28. september 2007.

4. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum eða fangelsi allt að 5 árum í samræmi við viðurlagaákvæði XIII. kafla laga nr. 60/1998 um loftferðir.

5. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir fram­kvæmda­stjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2042/2003 frá 20. nóvember 2003 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 16/2005 frá 8. febrúar 2005, sem birtist í 32. viðauka við EES-samninginn 23. júní 2005, bls 22.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 707/2006 frá 8. maí 2006 um breytingu á, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2042/2003 frá 20. nóvember 2003 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, merkt fylgiskjal II, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 132/2006 frá 27. október 2006, sem birtist í 64. viðauka við EES-samningin 21. desember 2006, bls 4.

Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

6. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., 85. gr. a, 73. gr., og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast gildi 15. mars 2007.

Samhliða falla úr gildi auglýsing um breytingu á kröfum til viðhaldsstöðva sem viður­kenndar eru til viðhalds loftfara og íhluta þeirra, nr. 447/1994 og auglýsing um kröfur til viðhaldsvotta, JAR-66, nr. 426/2002.

Samgönguráðuneytinu, 28. febrúar 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica