Innanríkisráðuneyti

381/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr. bætist eftirfarandi töluliður, sem orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1149/2011 frá 21. október 2011 um breytingu á reglugerð nr. 2042/2003 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flug­tækni­legra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhalds­stöðvum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 180/2012 frá 28. september 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 20, 28. mars 2013, bls. 1.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., 28. gr. a og 145. gr. laga um loft­ferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 15. apríl 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica