Samgönguráðuneyti

387/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 361/2005 um flugvernd. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

4. málsliður 1. málsgreinar 4. gr. orðast svo:

Flugmálastjórn Íslands skal sjá til þess að millilandaflugvellir, flugumferðarþjónusta og flugrekendur með útgefið flugrekstrarleyfi á Íslandi geri flugverndaráætlanir fyrir sína starfsemi sem uppfylla kröfur Flugverndaráætlunar Íslands og lýsa m.a. skipulagi flugverndarmála, ábyrgð á framkvæmd, verklagi og sérstakar flugverndaraðgerðir.

2. gr.

Í 1. og 2. málsgrein 12. gr. falla niður orðin "til samþykktar".

3. gr.

2. málsliður 1. málsgreinar 23. gr. orðast svo:

Athugunin skal framkvæmd af ríkislögreglustjóra og felst m.a. í skoðun á viðkomandi í skrám lögreglu og öflun upplýsinga um sakaferil.

4. gr.

Í stað orðsins "líkamsleit" í fyrirsögn 29. gr. og 3. málslið 1. mgr. 29. gr. skal koma orðið: handleit.

5. gr.

30. gr. orðast svo:

Sérhverjum aðila sem neitar að undirgangast leit í samræmi við þessar reglur eða neitar að láta skoða handfarangur sinn skal synjað um að fara inn á haftasvæði flugverndar og í loftfar.

6. gr.

Í b-lið 1. mgr. 2. gr. í viðauka við reglugerðina skal liðurinn hnífar orðast svo:

hnífar, með lengra en 6 cm blaði (úr málmi eða öðru efni sem er nógu stíft til að hægt sé að nota það sem hugsanlegt vopn, einnig hnífar sem eru notaðir við siða- og trúarathafnir),

7. gr.

Gildistöku g-liðar um handfarangur í 2. mgr. 2. gr. í viðauka við reglugerðina er frestað og skal taka gildi 6. maí 2008.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr., 2. mgr. 78. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 20. apríl 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica