Samgönguráðuneyti

363/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 361/2005. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Orðskýring á aðflugstjórnarþjónustu í 3. gr. verður svohljóðandi:

Aðflugstjórnunarþjónusta (Approach control service): Flugstjórnarþjónusta veitt loftfari í aðflugi og brottflugi.

2. gr.

Í 1. mgr. 5. gr. á eftir orðunum "gera viðeigandi úttektir" bætist við: á flugverndar­ráðstöfunum.

3. gr.

Í 2. mgr. 5. gr. fellur út orðið "allir".

4. gr.

Í stað orðsins "flugumferðarþjónusta" í 11. gr. skal koma orðið: flugleiðsöguþjónusta.

5. gr.

Á eftir a. lið í 1. mgr. 13. gr. skal koma: sjá nánar kröfur til viðurkenndra umboðsaðila í reglugerð (EB) nr. 831/2006, sbr. fylgiskjal XIII við reglugerðina.

6. gr.

Á eftir 1. málslið 4. mgr. 19. gr. skal koma: Glatist aðgangsheimild eða henni er stolið skal viðkomandi flugvallaryfirvöldum tilkynnt um slíkt svo fljótt sem unnt er.

7. gr.

2. ml. 2. mgr. 20. gr. skal vera svohljóðandi: Í umsókn skulu koma fram nauðsynlegar upplýsingar og samþykki samkvæmt 23. gr., til að staðfesta megi bakgrunn viðkomandi.

8. gr.

1. ml. 4. mgr. 23. gr. verður svohljóðandi: Hafi viðkomandi verið búsettur erlendis á síðastliðnum 5 árum eða hluta þess tíma, skal hann leggja fram sakavottorð eða sambærilegt vottorð frá erlendum stjórnvöldum þar sem hann hefur verið búsettur og öll þau gögn og upplýsingar sem ríkislögreglustjóri kann að óska eftir, til að tryggja að fullnægjandi bakgrunnsathugun geti farið fram sbr. 1. og 2. mgr. Jafnframt skal ríkislögreglustjóra heimilt að afla upplýsinga um umsækjanda hjá stjórnvöldum þess ríkis sem hann var áður búsettur í enda liggi samþykki umsækjanda fyrir á umsóknar­eyðublaði.

9. gr.

Í 3. mgr. 24. gr. fellur niður orðið "flugsamgangna" en í stað þess kemur: flugstarfsemi.

10. gr.

Í ii. lið b. liðar 1. mgr. 28. gr. bætast við orðin: til aðstoðar.

11. gr.

2. ml. 2. mgr. 29. gr. verður svohljóðandi: Í slíkum tilfellum skal farþeginn sæta handleit þar sem nota má handvirkt málmleitartæki til aðstoðar eða framkvæma leit þannig að tryggt sé að farþegi sé ekki með bannaða hluti á sér. Leitin skal framkvæmd af öryggis­starfsmönnum sem hafa til þess sérstaka þjálfun.

12. gr.

39. gr. fellur niður og breytist tölusetning eftirfarandi ákvæða til samræmis.

13. gr.

g-liður 2. gr. í viðauka við reglugerðina fellur brott.

14. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 831/2006 frá 2. júní 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunn­reglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XIII, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 26/2007.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1448/2006 frá 29. september 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sam­eigin­legum grunnreglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XIV samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 42/2007.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1546/2006 frá 4. október 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnreglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XV samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2006.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1862/2006 frá 15. desember 2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 622/2003 um ráðstafanir til að framfylgja sam­­eigin­legum grunnreglum um flugvernd, merkt fylgiskjal XVI samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2007.

Reglugerðirnar eru birtar sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

15. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 70. gr. og 78. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 28. mars 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica