Samgönguráðuneyti

815/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hafnarríkiseftirlit með sjóflutningum nr. 589/2003. - Brottfallin

1. gr.

b-liður 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

b) Við val á öðrum skipum til skoðunar skal Siglingastofnun Íslands ákveða forgangsröð samkvæmt eftirfarandi:
- Fyrst skal velja skip sem um getur í I. hluta I. viðauka án tillits til markþáttar þeirra.
- Skipin sem upp eru talin II. hluta I. viðauka skulu valin þannig að skip með hæsta markþátt skal skoðað fyrst, þá skip með næsthæsta markþátt og svo koll af kolli, eins og um getur í SIRENAC-upplýsingakerfinu.


2. gr.

1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Ef skoðanirnar sem um getur í 6. og 7. gr. staðfesta eða leiða í ljós annmarka í tengslum við kröfur samnings og réttlætir þannig farbann skips skal allur kostnaður í tengslum við skoðanirnar sem falla til, á venjulegu reikningstímabili, greiddur af eiganda skipsins, útgerð þess eða fulltrúa hans á Íslandi.


3. gr.

Í fyrirsögn VII. viðauka skal í standa í sviga:
(sem um getur í 1. mgr. 12. gr.) í stað (sem um getur l. mgr. 11. gr.).


4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, með síðari breytingum. Tekið var mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/106/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 95/21/EB um hvernig alþjóðlegum stöðlum um öryggi skipa, mengunarvarnir, aðbúnað og vinnuskilyrði um borð í þeim er framfylgt (hafnarríkiseftirlit) að því er varðar skip sem nota hafnir innan bandalagsins og sigla á skipaleiðum sem heyra undir lögsögu aðildarríkjanna.


Samgönguráðuneytinu, 20. september 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica