Samgönguráðuneyti

909/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða, nr. 551/1998. - Brottfallin

909/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um skylduvátryggingar
vegna loftferða, nr. 551/1998.

1. gr.

2. mgr. 3. gr. skal hljóða svo:
Vátryggingarfjárhæðir vegna hvers tjónsatburðar, skulu fara eftir hámarksflugtaksþyngd og vera sem hér segir:

1. Fyrir loftför með leyfðan hámarksflugtaksþunga undir 10 tonnum:
SDR 6.500.000 gagnvart tjóni á mönnum og öðru tjóni.
2. Fyrir loftför með leyfðan hámarksflugtaksþunga á bilinu 10 – 25 tonn:
SDR 12.000.000 gagnvart tjóni á mönnum og öðru tjóni.
3. Fyrir loftför með leyfðan hámarksflugtaksþunga á bilinu 25 – 100 tonn:
SDR 50.000.000 gagnvart tjóni á mönnum og öðru tjóni.
4. Fyrir loftför með leyfðan hámarksflugtaksþunga frá og með 100 tonnum og yfir:
SDR 90.000.000 gagnvart tjóni á mönnum og öðru tjóni.


2. gr.

2. mgr. 9. gr. skal hljóða svo: Vátryggingarskilmálar, sem reglugerð þessi tekur til, skulu látnir Fjármálaeftirlitinu og Flugmálastjórn Íslands í té áður en þeir eru boðnir vátryggingartökum.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er skv. heimild í 131. gr. loftferðalaga nr. 60/1998, staðfestist hér með til að öðlast gildi þann 1. febrúar 2002.


Samgönguráðuneytinu, 4. desember 2001.

Sturla Böðvarsson.
Kristín Helga Markúsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica