Samgönguráðuneyti

360/1986

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Skagastrandarhöfn - Brottfallin

Nr. 360

REGLUGERÐ

Um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Skagastrandarhöfn nr. 383 29. september 1985.

 

1.gr.

Liður 2.2 í 2. gr. orðist svo:

Hafnarnefnd fer með framkvæmd hafnarmála í umboði hreppsnefndar. Hafnarnefnd skal skipuð 5 fulltrúum, er hreppsnefnd kýs og jafnmörgum til vara.

Fulltrúa þessa skal kjósa leynilega með hlutfallskosningu. Kjörtímabil hafnarnefndar er hið sama og hreppsnefndar. Það er borgarleg skylda að taka við kosningu í hafnarnefnd.

 

2.gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 69 28. maí 1984, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

 

Samgönguráðuneytið, 18. jú1í 1986

 

 Matthías Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica