Samgönguráðuneyti

307/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl., nr. 546/1993. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl., nr. 546/1993.

1. gr.

Við 10. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar er verða 2. og 3. málsgrein svohljóðandi:

Siglingarnálastofnun ríkisins framkvæmir skoðun á fjarskiptabúnaði smábáta a.m.k. einu sinni á hverju almanaksari. Til smábáta teljast opnir vélbátar 6 metrar og lengri og fiskiskip með þilfari allt að 15 metrar að lengd, enda hafi þessi skip eingöngu VHF talstöðvar, en ekki millibylgju og/eða stuttbylgjustöðvar um borð og sigla á hafsvæði Al, sbr. 3. gr. rg. nr. 295/1994 um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa.

Gjöld fyrir skoðun skv. 2. mgr. hjá bátum með VHF rasir eingöngu skulu vera á ári kr. 1.200.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 28. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 35/1993 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 662/1994.

Samgönguráðuneytið, 7. mars 1995.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica