Samgönguráðuneyti

203/1950

Reglugerð um breyting á hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún, nr. 77 24. febr. 1947. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún, nr. 77 24. febr. 1947.

 

1. gr.

            2. grein reglugerðarinnar orðist svo:

            Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna i hafnarsjóð Flat­eyrarkauptúns, og skal honum varið til þess að gera umbætur á höfninni og mann­virkjum, er henni heyra til, svo og til leiðbeiningar við innsiglinguna.

            Hreppsnefnd Flateyrarhrepps kýs þriggja manna hafnarnefnd til fjögurra ára í senn og ákveður formann hennar, og hefur nefndin, undir stjórn hreppsnefndar, framkvæmd hafnarmála og eftirlit með höfninni, sér um viðhald og umbætur á henni og eignum hennar, stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta, og annast fjár­hald hafnarinnar, innheimtu og reikningsskil fyrir hönd hreppsnefndar.

Hreppsnefndin veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda, eftir tillögum hafnarnefndar og ákveður, hvernig hann skuli ávaxta, enda ber hún ábyrgð á eign­un hans eins og öðrum eignum hreppsfélagsins. Óheimilt er að verja fé hafnarsjóðs til annars en hafnarmannvirkja:

Fyrir 1. nóvember ár hvert ber hafnarnefnd að hafa samið og lagt fyrir hlut­aðeigandi hreppsnefnd frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarsjóðs á kom­andi ári. Hreppsnefnd skal hafa fullsamið áætlunina og sent hana samgöngumála­ráðuneytinu til staðfestingar fyrir árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á tekju­- og gjaldaliðum.

Reikningar hafnarsjóðs skulu fylgja sveitarsjóðsreikningunum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.

 

2. gr.

23. grein reglugerðarinnar orðist svo:

a. Skip, sem eru eign búsettra manna við hafnarsvæðið eða skrásett þar, og ekki eru í millilandasiglingum, skulu greiða hafnargjald einu sinni á ári, kr. 3.00 af hverri smálest, þó ekki minna en kr. 50.00 á ári, með gjalddaga 1. júlí ár hvert.

b. Öll önnur skip, sem til hafnarinnar koma og hafa samband við land, nema þau, sem um getur í 22. gr., skulu greiða hafnargjald, 80 aura af hverri smálest í hvert skipti sem þau koma á Flateyrarhöfn, þó ekki minna en kr. 20.00.

Skip, sem um getur f a-1ið og sigla á milli landa, skulu greiða hafnargjald samkvæmt þessum staflið.

Innlend strandferðaskip, sem sigla eftir fyrirfram gerðri áætlun, skulu þó einungis greiða hafnargjald í fyrsta sinn á ári hverju, er þau koma á Flateyrar­höfn, kr. 1.00 af smálest, en ekkert, þótt þau komi aftur á því ári.

c. Heimilisfastir bátar, minni en 12 brúttórúmlestir greiði: Opnir vélbátar kr. 15.00 á ári og þilfarsbátar kr. 30.00.

d. Heimilt er hafnarnefnd að semja við báta og skip undir 60 lestum, sem oft eiga erindi í höfnina, að greiða hafnargjald einu sinni á ári.

 

3. gr.

Í stað stafliðama a-d i 1. tölul. 24. greinar komi:

Öll skip, sem leggjast við bólvirki eða bryggju, skulu greiða 30 aura af smá.lest. Af innlendum togurum greiðast kr. 50.00 í hvert sinn.

Af heimaskipum og bátum, skrásettum á Flateyri, greiðist bryggjugjald einu sinni á ári, kr. 8.00 af smálest.

Heimilt er hafnarnefnd að semja við aðkomuskip, sem gerð eru út frá Flateyri, um fast árgjald.

Gjalddagi er 1. október ár hvert.

 

4. gr.

Stafliður c í 27. grein reglugerðarinnar falli niður.

 

5. gr.

Öll gjaldaákvæði 29. greinar reglugerðarinnar hækki um 25%, hver liður í hálfan eða heilan tug.

Í A-1ið 29. greinar bætist við ný málsgrein, svo hljóðandi: 8. flokkur: Gjald 30 aurar fyrir hver 100 kg. Afli báta og skips lagður á land, er þau koma úr veiðiför.

 

6. gr.

Aftan við 33. grein reglugerðarinnar komi ný málsgrein, svo hljóðandi:

Fyrir vatn til skips greiðist kr. 8.00 fyrir hverja smálest.

 

7. gr.

            36. gr. orðist þannig:

            Hafnarnefnd hefur haldsrétt á öllum vörum, sem gjöld eru greidd af, unz vöru­gjöld eru greidd.

 

8. gr.

Í stað orðanna "10-500 krónum" í 41. grein reglugerðarinnar komi: 5-10 þús­und krónum.

 

Reglugerðarbreyting þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29 23. apríl 1946, um hafnargerðir og lendingarbætur, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 28. september 1950.

 

Ólafur Thors.

 Páll Pálmason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica