Samgönguráðuneyti

77/1947

Hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún - Brottfallin

HAFNARREGLUGERÐ

fyrir Flateyrarkauptún.

I. KAFLI

Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Flateyrarhöfn takmarkast af linu, er hugsast dregin frá Hólsnesi á Hvilftar­strönd yfir fjörðinn, í Ófæruklett innanverðan, og línu frá Flateyrarvita hornrétt

á fyrrnefnda línu.

 

II. KAFLI

Stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Gjöld þau, sem ákveðin eru í- reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Flat­eyrarkauptúns og skal honum varið til þess að gera umbætur á höfninni og mann­virkjum, er henni heyra til, svo og til leiðbeiningar víð innsiglinguna.

Hreppsnefnd Flateyrarhrepps kýs þriggja manna hafnarnefnd til fjögurra ára í senn, og hefur hún, undir yfirstjórn hreppsnefndar, framkvæmd hafnarmála og eftirlit með höfninni, sér um viðhald og umbætur á henni og eignum hennar, stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta, og annast fjárhald hafnarinnar, innheimtu og; reikningsskil fyrir hönd hreppsnefndar.

Hreppsnefndin veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda, eftir tillögum hafnarnefndar, og ákveður hvernig hann skuli ávaxta, enda ber hún ábyrgð á eign­um hans eins og öðrum eignum hreppsfélagsins.

Reikningar hafnarsjóðs skulu fylgja sveitarsjóðsreikningunum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.

 

3. gr.

Daglegar framkvæmdir og eftirlit annast hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar. Til aðstoðar hafnarnefnd skulu vera svo margir starfsmenn sem þurfa þykir. Hreppsnefnd skipar fasta starfsmenn eftir tillögu hafnarnefndar og setur þeim starfsreglur.

 

III. KAFLI

Um almenna reglu.

4. gr.

Hafnarnefnd sér um að gætt sé reglu í höfninni og á lands hennar. Er öllum skylt að hlýða boði hennar og banns og enn fremur þeirra starfsmanna, er hafnar­nefnd setur til að gæta reglu. þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnarinnar, getur hann kært það fyrir hafnarnefnd, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar i stað. Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sínu.

 

5. gr.

Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnar­innar, ef þeir með því tálma fermingu eða affermingu skips, eða öðrum störfum, sem þar eru framkvæmd.

 

6. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar i meðferð elds og ljósa á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja eld eða ljós, nema í eldavél skipsins og á lögboðnum ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og á því svæði, sem unnið er að fermingu eða affermingu.

Álíti hafnarnefnd, eða starfsmaður hennar, að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Bannað er að sjóða tjöru, bik, fernisolíu eða annað slíkt, sem eldhætta getur stafað af í skipum á höfninni, svo og á landi hafnarinnar, nema með leyfi hafnar­nefndar.

A landi hafnarinnar má ekki smíða ný skip né þétta eldri skip, eða gera við þau á annan hátt, nema með leyfi hafnarnefndar og með þeim skilmálum, sem hún ákveður. Bannað er að leggja skipum upp í hafnarfjöruna, nema með leyfi hafnar­nefndar eða umsjónarmanns.

 

8. gr.

Ekki má lasts útbyrðis seglfestu, ösku, kolum eða neinu öðru, er valdið getur skemmdum á höfninni, frá skipum er þar liggja, né flytja það úr landi út í höfnina: Hafnarnefnd getur einnig bannað að kastað sé í höfnina fiskúrgangi hvers konar og ollu öðru, er óþrifum kann að valda.

Innan hafnartakmarkanna má ekki heldur gera nein hafnarmannvirki, né breyta þeim mannvirkjum, sem nú eru, og ekki heldur fylla upp, né dýpka út frá landi, nema leyfi hafnarnefndar og hreppsnefndar komi til.

 

IV. KAFLI

Um legu skips og umferð þeirra á höfninni.

9. gr.

Fiskiskip og önnur skip, er ekki ferma eða afferma, mega aldrei leggjast svo í höfninni, að tálmi fermingu eða affermingu annarra skips og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boði hafnarnefndar eða umboðsmanns hennar um það, hvar þau skuli leggjast. Aldrei mega vein skip liggja svo nærri bryggju að eigi sé nægilegt rúm fyrir önnur skip að komast að og frá. Skip eða bátar mega aldrei leggja svo frá sér strengi eða aðrar festar, að tálmi umferð. Festar skips má aldrei leggjast yfir alfaraleið.

 

10. gr.

Skipum þeim og bátum, er liggja við sérstök legutæki s;t höfninni, má ekki leggja svo, að hindri eða tefji umferð um höfnina. Hafnarnefnd getur ákveðið, hvar og hvernig legutækjum skips og báta skuli lagt.

Nú tregðast eigandi eða skipstjóri við að hlýða boðum hafnarnefndar eða starfsmanna hafnarinnar um að flytja skip sitt, bát eða strengi á höfninni og getur þá hafnarnefnd látið gera það á ábyrgð og kostnað eiganda.

 

11. gr.

Í sérhverju skipi (að undanskildum skipum, sem hafa leyfi hafnarnefndar til að liggja mannlaus í lægi á höfninni) skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er tekið getur á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær, hvort heldur á að færa skipið eða gera eitthvað annað samkvæmt reglugerð þessari.

 

12.  gr.

Eigi má festa skipum við hafnarbakka eða bryggju, nema við festarhringa eða festarstólpa. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggjunni eða hafnarbakkanum. Þyki þess eigi nægilega gætt, má krefjast, að bætt sé úr því tafarlaust. Skylt er að hafa tryggar hlífar milli skips og bakka eða bryggju ef krafizt er.

 

13. gr.

Gufuskip og önnur vélskip mega ekki láta vélar gangs af svo miklu afli að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi hætta af því.

Ekki má hleypa vatni á bryggjur eða hafnarbakka að óþörfu.

 

14. gr.

Ef skip lendir á grynningu eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarnefndar, tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt, sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarnefnd láta færa skipið burt á kostnað eiganda og er henni heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.

 

V. KAFLI

Um notkun hafnarbryggjunnar.

15. gr.

Meðan hafnarnefnd ákveður ekki annað, er skipum heimilt að leggjast við bryggju hafnarinnar í þeirri röð, sem þau koma. Þó skulu þau skip, sem sigla eftir fyrir fram ákveðnum ferðaáætlunum og flytja póst, hafa rétt til að fá afgreiðslu við bryggju, þótt önnur skip séu þar fyrir, og verða þau að víkja meðan hin eru afgreidd. Sé fermingu eða affermingu skips ekki haldið áfram með hæfilegum hraða, að áliti hafnarnefndar eða umboðsmanns hennar, her því að víkja fyrir öðrum skipum, sé þess krafizt. Enn fremur er hafnarnefnd eða umboðsmanni hennar heimilt að vísa skipum frá bryggjunni sé það álitið nauðsynlegt vegna veðurs.

 

16. gr

Ef nauðsyn ber til, að skipum, sem ferma eða afferma við bryggju eða hafnar­bakka, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farm þeirra skips, sem utar liggja, yfir þilför hinna á bjálkabrúm. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skipanna, sem utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipanna, er nær liggja.

 

17. gr.

Við uppskipun og útskipun á kjölfestu, sandi og öðru slíku, er skylt að hafa nægilega sterka hlífidúka milli skips og hafnarbakkans, bryggjunnar eða bátanna, svo ekkert falli fyrir borð. Sé þess ekki gætt, getur hafnarnefnd eða starfsmenn hafnarinnar stöðvað verkið unz bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.


Kjölfestu má eigi láta annars staðar á lóðir eða mannvirki hafnarinnar en þar, sem hafnarnefnd eða umsjónarmaður vísar til.

 

18. gr.

Þegar lokið er fermingu og affermingu, skal skipstjóri eða afgreiðslumaður, ef þörf gerist, láta ræsta bryggju þá eða hafnarbakka, sem notað hefur verið. Farist það fyrir, skal hafnarnefnd sjá um, að það sé gert, en afgreiðslumaður eða. skip­stjóri greiðir allan kostnað, sem af því leiðir.

 

19. gr.

Þeir munir eða vörur, sent affermdar eru eða látnar i skip, mega ekki liggja á bryggju eða hafnarbakka og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarnefndar. Skal flytja burt vörur og muni jafnskjótt og hún krefst þess.

 

VI. KAFLI

Um geymsluskip og skip, sem lagt er í lægi.

20. gr.

Sérstakt leyfi hafnarnefndar þarf í hvert sinn til þess að leggja megi á höfn­ina skipum, sent ætluð eru til geymslu eða lagt er í lægi, og skal leyfið bundið því skilyrði, að eigandi láti taka það upp ef það sekkur eða láti sprengja það sundur, svo að það skemmi eigi höfnina, og sé því eigi fullnægt innan hæfilegs frests, getur hafnarnefnd látið gera það á kostnað eiganda. Hafnarnefnd ákveður í hvert sinn, hvar slíku skipi skuli lagt, hve traust legufærin skuli vera og hvernig þeim skuli vera fyrir komið. Nú sannar eigandi geymsluskips með vottorð tveggja .óvilhallra manna, er útnefndir séu af hafnarnefnd, að skip hans sé svo þétt, að eigi stafi nein hætta af, hvað leka snertir, þó það sé mannlaust, og er honum þá leyfi­legt að leggja skipinu og láta það liggja, án þess að menn séu á því,á þeim tíma árs, er ekki verður heimtað ljós á skipum. Skylt er eiganda að flytja skipið úr stað, ef hafnarnefnd krefst þess.

Ljós skulu tendrast á skipum þessum, þegar hafnarnefnd krefst þess.

 

21. gr

Meðan skip liggur mannlaust á höfninni skal ekki sjaldnar en einu sinni í viku fara út í það, til þess að líta eftir, hvort legufæri eða annað hafi haggazt eða bilað, og ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.

Eigi ber hafnarsjóður neina ábyrgð á skipum þeim, er lagt er í lægi á höfninni.

 

VII. KAFLI

Um hafnargjöld.

22. gr.

Ull skip, 12 smálestir brúttó og þar yfir, skulu greiða hafnargjöld, er þau koma á Flateyrarhöfn og hafa samband við land.

Undanþegin hafnargjaldi eru herskip, varðskip, björgunarskip, skemmtiferða­skip, enda hafi þau skilríki um það, skip, sent gerð eru út til vísindarannsókna, skip, sem leita hafnar vegna sjóskemmda og skip, sent leita hafnar vegna óveðurs. en hafa ekkert samband við land.

Hafnargjöld greiðast af nettóstærð skipa og reiknast í heilum tölum, en brotum skal sleppt.


 

23. gr.

a. Skip, sem eru eign búsettra manna við hafnarsvæðið eða skrásett þar og ekki eru í millilandasiglingum, skulu greiða hafnargjöld einu sinni á ári, krónur

1.50 af hverri smálest, þó ekki minna en 20 kr. á ári, með gjalddaga 1. júlí ár hvert.

b. Önnur innlend fiskiskip, 12 - 60 brúttó smálestir, greiði 40 aura á smálest hvert sinn, er þau koma til hafnar, þó ekki oftar en sex sinnum á ári.

c. Öll önnur skip, sem til hafnarinnar koma og hafa samband við land, nema þau, sem um getur í 22, gr., skulu greiða hafnargjöld 40 aura af hverri smálest í hvert skipti, sem þau koma á Fateyrarhöfn. Skip, sem um getur í a-1ið og sigla milli landa, skulu greiða hafnargjöld samkvæmt þessum staflið.

Innlend strandferðaskip skulu þó einungis greiða hafnargjald í fyrsta sinn á ári hverju, er þau koma á Flateyrarhöfn, en ekkert, þó þau komi aftur á því ári.

d. Heimilisfastir bátar minni en 12 brúttó smálestir greiði: Opnir vélbátar 5 kr. á ári og þilfarsbátar 10 kr. á ári.

 

VIII. KAFLI

Um bryggjugjald.

24. gr.

1. Gjöld af bryggju hafnarsjóðs:

Hvert skip, sem leggst að bryggju eða að skipi, sem við hana liggur, skal greiða bryggjugjöld af nettóstærð skipsins, talið í heilum smálestum, en brot­um skal sleppa. Gjaldið skal greiða fyrir hverjar 24 klst, eða minn.a.

Varðskip og björgunarskip eru undanþegin bryggjugjaldi, nema þegar þau flytja vörur og farþega og taka gjald fyrir.

Gjöldin greiðist sem hér segir:

a. Af farþega-, póst- og flutningaskipum 15 aurar af nettó smálest.

b. Af togurum greiðist 50 krónur í hvert sinn, af línuveiðaskipum yfir 50 smá­lestir 30 kr. og af öðrum skipum yfir 25 smálestir 10 kr.

c. Af öllum öðrum aðkomuskipum greiðast 10 aurar af nettó smálest skips­ins, þó eigi minna en 5 krónur í hveri sinn, sé skipið 5 brúttó smálestir eða stærra, en 3 kr: í hvert sinn af minni skipum.

d. Skip og bátar heimilisfastir á Flateyri greiða: Bátar 5 smálestir brúttó eða stærri greiða 4 krónur á brúttó smálest á ári, bátar, sem minni eru en 5 brúttó smálestir, greiða 10 kr. 4 ári. .

Gjalddagi er 1. júlí ár hvert.

2. Gjald af bryggjum og skipum annarra en hafnarsjóðs:

Bryggjueigendur greiða ekkert gjald af sinum eigin fiskiskipum eða öðrum fiskiskipum, meðan þau stunda fiskveiðar fró Flateyri og legg,ja upp við bryggjur þeirra.

3. Fyrir sérstaka notkun ú mannvirkjum hafnarsjóðs (fiskverkun, síldarsöltun o. fl.), skal hafnarnefnd ákveða sérstakt gjald eða semja við viðkomandi aðila.

 

IX. KAFLI

Um vörugjald.

25. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum, svo og af skepnum, lifandi og dauðum, sem fermdar eru eða affermdar á höfninni, með þeim undantekningum, sem getur um í næstu grein.


 

26. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald. Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi samkvæmt farmskrá þess, greiðist ekkert vörugjald.

 

27. gr.

Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

a. Vistir og aðrar nauðsynjar skips og báta, fluttar úr landi.

b. Póstflutningur og venjulegur farþegaflutningur.

c. Afli lögskráðra skips á Flateyri, lagður á land, er þau koma úr veiðiför.

d. Vörur, fluttar úr herskipi eða í herskip.

e. Innlend nýmjólk og rjómi, sent flyzt til hafnarinnar.

 

28. gr

Vörugjald skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum. Brot úr gjald­einingu telst heil gjaldeining. Fara skal eftir farmskrá skips við útreikning vöru­gjalds og er skipstjóra skylt að láta hafnarnefnd eða umboðsmanni hennar i t; eftirrit af farmskrá skips hans. Sé engin farmskrá skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem skip hans hefur fermt eða affermt. Þyki hafnarnefnd eða umboðsmanni hennar ástæða til, getur hún hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hentugast þykir. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn. Ef ýmsar vörutegundir eru i sendingu skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af.

 

29. gr.

Vörugjaldskrá.

A. Aðfluttar vörur:

I. flokkur. Gjald 40 aurar fyrir hver 100 kg:

Blý, brýni, eldfastur leir og steinn, fiskbein, gaddavír, hverfisteinar, járn, járn og stál, járnkeðjur, ,járnpípur, kaðlar, kítti, kol, koparvír, krít, leir, litarvörur þungar, miðstöðvarvörur, múrsteinn, ofnar, prentsverta, salt, sement, sódi, stál, stálvír, steyptar járnvörur, steypujárn, vélar, vélahlutar, vikur og vikursteinn, þakjárn, þakpappi, þakplötur.

2. flokkur. Gjald 60 aurar fyrir hver 100 kg:

Áburðarolíur (smurolíur), baðlyf, benzin, bækur, feiti, fernisolía, fiski­línur, grænsápa, hey, kálmeti, kartöflur, kornvörur alls konar, leður, lino­leum, pappír, pokar, pokastrigi, rúðugler, saumur, segldúkur, seglgarn, steinolía, brennsluolíur, tjara, togleður, tvistur, vaxdúkur, vírnet, þvotta­efni, þvottasápa.

3. flokkur. Gjald 80 aurar fyrir hver 1.00 kg:

Ávextir nýir, brauðvörur, jurtafeiti, kaffi, kakaó, ,mjólkurduft, leir­vörur, palmin, smjör, smjörlíki, smjörlíkisolíur, sykur, te.

4. flokkur. Gjald 120 aurar fyrir hver 100 kg:

Ávextir þurrkaðir og niðursoðnir, eldspýtur, glervörur, glysvarningur, leðurvörur, leikföng, léttar vörur, lyf, lyfjavörur, meðalalýsi, niðursuðu­vörur, nýlenduvörur, rjól, rulla, reyktóbak, skinnvörur, skófatnaður, súkku­laði, sælgætisvörur, tóbak, tóbaksvörur, vefnaðarvörur, vindlar, vindlingar.         

5. flokkur. (Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

Aðrar vörur, sem reiknast eftir þyngd.

6. flokkur. Gjald 10 aurar fyrir hvert teningsfet: Timbur, tunnuefni og þess háttar vörur.


7. flokkur. Gjald 20 aurar fyrir hvert teningsfet:

Bifreiðar, húsgögn, orgel, píanó, saumavélar, skilvindur, stundaklukkur og aðrar vörur, sem reiknast eftir rúmmáli.

B. Brottfluttar vörur:

1. flokkur. Gjald 50 aurar fyrir hver 100 kg:

Fiskur, ísvarinn, hraðfrystur, nýr, slægður og óslægður, saltur, óverk­aður og verkaður, þurr harðfiskur, fiskimjöl, lýsi, gærur, saltaðar í búntum eða pökkum, ís, síld.

2. flokkur. Gjald 120 aurar fyrir hver 100 kg:

garnir, hrogn, kjöt, alls konar mör, tólg.

3. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

Dúnn, fiður, fuglar, skinn hert, sundmagi, ull, ullarvörur.

4. flokkur. Gjald 120 aurar fyrir hver 100 kg:

Aðrar afurðir.

5. flokkur. Gjald 5 kr. fyrir hvern grip:

Hestar og nautpeningur.

6, flokkur. Gjald 1 króna fyrir hverja kind:

Sauðfé.

Þótt vörur, flokkaðar undir brottfluttar vörur, flytjist til staðarins, eða vörur flokkaðar undir aðfluttar vörur, flytjist frá staðnum, breytir það engu um vöru­gjaldið.

Vörugjald fyrir óvenjulegar vörur, sem vafasamt þykir hvernig flokka skuli, ákveður hafnarnefnd.

Lægsta vörugjald í öllum flokkum er 1 króna. ,.

 

X. KAFLI

Um ýmis gjöld til hafnarinnar.

30. gr.

Fyrir að leggja skipum i fjöru hafnarinnar til hreinsunar eða aðgerðar skal greiða 10 aura af hverri smálest af nettóstærð skips fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, þó aldrei minna en 4 krónur.

Undanþegin þessu gjaldi eru skip, sem eiga heima á Flateyri.

 

31. gr.

Fyrir geymsluskip, seta lögð eru i lægi á höfninni samkv. 20, gr, greiði eigandi 40 aura árgjald af hverri brúttósmálest.

 

32. gr.

Fyrir að leggja vörur á land hafnarinnar skal greiða 50 aura fyrir hvert stykki, seta ekki er flutt burtu innan sólarhrings. Um gjald fyrir mikið vörumagn fer eftir samkomulagi við hafnarnefnd.

 

33. gr.

Fyrir kjölfestu, tekna á landi hafnarinnar greiðist gjald sem hafnarnefnd ákveður í hvert sinn.

 

XI. KAFLI

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

34. gr.

Hafnargjaldkeri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hans.


 

35. gr.

Skipstjóri eða formaður ber ábyrgð á greiðslu allra gjalda, sem innheimta skal samkvæmt reglugerð þessari. Ef enginn skipstjóri eða formaður er á skipinu, ber eigandi ábyrgð á greiðslu gjaldanna. Hafnarsjóður hefur haldsrétt á skipinu, unz gjöldin eru greidd. Að svo miklu leyti, sem ekki eru í reglugerð þessari ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldunum, skal greiða  áður en skip fer burt úr höfninni.

 

36. gr.

Gjald fyrir vörur, sem getur um í 32. gr., greiði eigandi eða umboðsmaður hans og hefur hafnarsjóður haldsrétt á vörunni, unz gjaldið er greitt.

Ef margir eiga vörur með sama skipi, skal afgreiðslumaður skipsins standa skil á greiðslum. Ef skip eða bátur hefur ekki farm sinn skráðan, ber skipstjóri eða for­maður ábyrgð á greiðslu vörugjaldanna. Vörugjald fellur í gjalddaga við fermingu eða affermingu vörunnar.

 

37. gr.

Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki.

 

XII. KAFLI .

Ýmis ákvæði.

38. gr.

Um skaðabótaskyldu fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fen eftir almennum lagareglum. Ef samningum verður ekki viðkomið um skaðabætur fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, skulu þær ákveðnar af þremur óvílhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila um sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því er matsgerð van lokið. Yfirmat skal framkvæmt af fimm óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, er þess hefur krafizt, ef matsupphæðinni verður ekki breytt meir en sent' svarar 10% af hinni ákveðnu endurgjaldsupphæð.

Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

 

39. gr.

Enginn, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglugerð þessari, má fara burt úr höfninni meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, sem hafnarnefnd tekur gilds.

 

40. gr .

Hverja þá skipun, seta samkv. reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýri­manni, ef skipstjóri er ekki í skipi. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa ein­hverjum öðrum af skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt, sem skipstjóri hefði sjálfur fengið skipunina.

 

41. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum frá 10 til 500 krónum, nema þyngri refsing liggi víð samkvæmt lögum.

 

42. gr.

Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið sem almenn lögreglumál.


 

43. gr.

Reglugerð þessi er hér með sett til að öðlast gildi þegar i stað og er þá um leið úr gildi numin hafnarreglugerð fyrir Flateyrarkauptún, nr. 145 27. ágúst 1940, svo og öll önnur ákvæði, sem kunna að koma í bága við reglugerð þessa.

Þetta birtist til leiðbeiningar og eftirbreytni öllum þeim, sent hlut eiga að máli.

 

Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 24. febrúar 1947.

 

Emil Jónsson.

Páll Pálmason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica