Samgönguráðuneyti

260/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra - Brottfallin

REGLUGERÐ

 

um breytingu á reglugerð um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru

til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra,

 

1. gr.

Við 2. gr. bætist ný málsgrein er verður 2. mgr., svohljóðandi: Bifreiðastöðvum er óheimilt að taka aðrar bifreiðar í afgreiðslu, en þær sem skráðar eru vörubifreiðar eða sendibifreiðar samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Ráðherra getur heimilað sendibifreiðastöðvum á einstökum félagssvæðum að taka í afgreiðslu bifreiðar, sem hópferðaleyfi hafa verið gefin út fyrir samkvæmt lögum um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum nr. 53/1987.

 

2. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Við leiguaksturinn ber félagsmanni að nota bifreið sem skráð er vörubifreið eða sendibifreið samkvæmt reglugerð um gerð og búnað

ökutækja, sbr. þó 2. mgr. 2. gr.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 77/1989 um leigubifreiðar, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 23. júní 1993.

Halldór Blöndal.

 

Helgi Jóhannesson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica